Sameiningin - 01.04.1943, Síða 16
62
tækifæri að inna af hendi þjónustu er eg hefði skilyrði
til og að starfið hefði þýðingu bæði fyrir ríki og kirkju,
án þess ríkið skifti sér af málum kirkjunnar að öðru leyti
en því að vernda frjáls og óhindruð tækifæri fyrir við-
leitni hennar að efla andlegt heilbrigði og þroska. Vegna
þess að um trúnaðarstarí er að ræða, er mér ekki heimilt
að gera frekari grein fyrir því.
Eg hóf starfið 8. febrúar. Síðan hefi eg fullnægt þremur
prófum til viðbótar skilyrða við viðfangsefnin. Hefi eg
notið mín vel að þessu í stöðunni. Hún varir að öllu for-
fallalausu meðan ófriðnum ekki slotar. Það hefir verið
mér sérstakt gleðiefni að síðan eg kom til Chicago, hafa
mér gefist tækifæri að prédika á helgum fyrir ýmsa söfn-
uði í borginni eítir því sem ástæður hafa leyft. Prestafæðin
fer sífelt vaxandi. Eg mundi ekki auðveldlega hafa hætt
öllu prédikunarstarfi, en með þessu móti þarf eg ekki að
leggja niður það, sem verið hefir lífsstarf mitt nú bráðum
í þrjátíu og níu ár. Get jafnhliða lagt fram minn litla
skerf til þjóðhollustu. í fyrri heimsstyrjöldinni hafði eg
hlotið útnefningu sem herprestur eftir að fullnægja öllum
ski'lyrðum í júní 1918, en fékk tilkynningu um að eg væri
kvaddur til starfs rétt á undan vopnahléinu 11. nóv. Var
tilkynningin þá eðlilega afturkölluð. Nú er eg ekki lengur á
því aldursskeiði að geta hlotið þá stöðu. Þetta trúnaðar-
starf kemur þá í þess stað. Mig hefir langað til þess að
vera heilsteyptur kirkjumaður og þar næst trúverðugur
Bandarikjamaður af íslenzkum stofni. Engar hömlur eru á
þessu nú nema eigið getuleysi. Eg vil láta þess getið að
lögheimili mitt heldur áfram að vera Seattle. þó nú sé
utanáskrift mín 2221 S. California Ave., Chicago, 111. —
Þegar þetta er ritað er eg með góðu móti að leggja af
stað í ferð á framkvæmdanefndarfund í Winnipeg. Eins
mun eg geta sótt kirkjuþing. Frá þessu er skýrt hér tii
þess öllum megi vera kunnugt hvernig sakir standa.
Chicago, 111., 7. apríl 1943.
K. IC. Ólafson.
Minniál Betel í erfðaskrám yðar