Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1931, Side 30

Sameiningin - 01.06.1931, Side 30
hugfangnari en þegar a'Ö : “VorgyÖjan svífur úr suÖrænum geim.” VoriÖ flytur boðskap sinn, og allir, bæði yngri og eldri, skilja hann. Vorið slær lífslit á fölvar kinnar. ÞaÖ leggur græðihendur sínar á okkar gömlu sár. Vorið er bros náttúrunnar, bros sjálfs Guðs, jarðarbörnunum til handa. Fjötrar vetrarins falla. Sorg- arsár vetrarins hætta að blæða. Gleði vorsins gagntekur hjörtu vor. Vorkoman vekur í hjörtum mannanna, örugga vissu um handleiðslu Guðs. Það er eins og gjörvöll náttúran bergmáli orðin: “Varpið allri áhyggju á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður.” Föðurforsjón hans er oss skiljanlegri þegar grös og blóni rísa af svefni vetrarins. Einnig þau boða áhrifamikinn boðskap. Hinn undursamlegi skapandi, verndandi máttur er óþreytandi að verki sínu. “Sólkerfum setur hann rás.” Hann “ríkir hátt yfir hverfleikans straum.” En hann sér einnig hið lága. Hann heyrir stunur og innibyrgð grátsog í hjörtum jarðarkornanna. Mis- munandi eru raddir þær, sem hann talar til vor með. Tilbiðjandi með lotningarfull hjörtu segjum við: “Eg féll í auðmýkt flatur niður, á fótskör þína Drottinn minn.” Vorið, öllum árstíðum fremur, opnar augu vor jarðar- barna fyrir dýrð Guðs og dásemdum hans. Nýtt útsýni birtist, er vora tekur. Viðhorf sálna vorra taka líka breytingum. Aðdáun og undrun hrifa hug vorn, við erum aftur ung og útsýni og vonir æskunnar bergmálast á ný í sálum vorum. Undrunar hæfilegleiki sálnanna fær nýtt vængjaflug. Vorið tendrar hann á ný, í sálurn fullorðna fólksins. Það er einmitt undrunar-hæfilegleikinn, seni að einkennir allan hugsunarhátt barnanna. Fjölskrúð vorsins, grös og blónr, laufgvan trjánna, alt bendir okkur til Guðs. Með skáldinu getum við sagt: “Allsstaðar sé eg þitt hjarta og hendur hvarvetna ljóma þin fögur spor.” Litbreytingin á náttúrunni heillar huga vorn; jafnvel hún er listræn urn huga lyftistöng til Guðs. Hin bláu blikandi vötn.— sólglitið á bárufletinum, græna hátíðaklæðið sem móðir vor jörðin skreytir sig með; kliður sumarfuglanna, vængjaþytur þeirra,—hin ljúfu litbrigði vorsins,—alt minnir okkur á orðin fornu: “Sjá, ég geri alla hluti nýja.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.