Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1933, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.09.1933, Qupperneq 3
á§>ametmngtn Mánaðarrit til stuðnings ftirkju og kristindómi Islendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. Fórnfærsla er vitanlega ætíð frjáls. Hún er í því fólgin að einstaklingurinn leggur i sölurnar krafta, eignir, lífsþæg- indi eða annað, fyrir það sem er honum svo dýrmætt að hann metur að það sé þess vert. Þetta hefir margur vísindamaður gert og gerir enn vegna þess að leitin eftir sannleikanum á þvi sviði. er hann starfar hefir heillað hann. Þetta gerir góð móðir, sem ekki telur neitt eftir þegar harn hennar eða þörf þess er annarsvegar. Þetta gerir vinur fyrir vin, þegar bræðralagið er innilegt. Þetta gerir hugsjónamaðurinn, sem lifir fyrir það er hann vill að verði. Þannig styðja þeir trú og siðgæði, sem telja það Jífsins mestu verðmæti. Að leggja i sölurnar eru þau átök lífsin’s, sem mest hafa lagt til af því er dýrmætast er í sögu og eign mannanna. En til þessara átaka eða þessarar fórnfærlsu liggja ætíð innri hvatir hjá manninum sjálfum. Hann gerir þetta af því það er honum hjartfólgið, af því hann kýs þetta og vill sjálf- ur, af því að það sem hann fórnar fyrir á slík ítök í hjarta hans. Þannig leggja menn langmest á sig til að koma því fiam, sem þeir gefa sig að. Þannig hafa lífsins mestu þrek- virki verið unnin. Eina leiðin til þess að menn læri að leggja í sölurnar, er að menn eignist það, sem er þeim svo mikils- vert að þeir hiki ekki að fórna fyrir það. Eigi að knýja menn til þess að leggja á sig fyrir eitthvað, með ytra aðhaldi, hefir það ætíð þau áhríf að vekja menn fremur til mótstöðu. Af eigin fúsleik leggja menn mest á sig fyrir það, sem náð

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.