Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1933, Page 4

Sameiningin - 01.09.1933, Page 4
166 hefir tökum á hjörtum þeirra. Ef litið er á sögu kristinnar kirkju eru næg dæmi þessu til sönnunar. Það, sem menn hafa lagt á sig fyrir kristin- dóminn, hefir staðið í réttum hlutföllum við þann kærleika er menn hafa borið til málefnisins. Þegar málefni á hjarta mannsins hnitmiðar hann ekki það, sem hann gerir í þarfir þess, við það minst mögulega, heldur vakir það fyrir honum að gera alt, sem hann má því til eflingar. Hann er að keppa eftir hámarki, eltki lágmarki. Það er saga kristilegrar fórn- fæí'slu. Hvað kristileg mál snertir er því engin leið til að afla þvi verulegs fylgis og fórnfærslu önnur en sú að þau verði mönn- um kær áhugamál. Þeir, sem taka á sig þyngstar byrðar Guðs ríki til eflingar, eru þeir sem eignast hafa áhuga fyrir þeim málum. Einkum kemur þetta í ljós þeg'ar herðir að í góðæri áskotnast kristilegum málum oft styrkur, sem frem- ur kann að bera vott um alment örlæti en um áhuga fyrir málum. En i kröggum og efnalegum vandræðum er vart hægt að reiða sig á annað en fórnfærslu þeirra, sem bera kristindóminn fyrir brjóstinu. Þau vandkvæði eru kunn, sem kristileg starfsemi ásamt öðru hefir við að stríða á þessum dögum. Sumstaðar eru þau aukin fvrir það að í góðærinu var farið ógætilega. Meðferð fjármála hjá kirkjunni var því miður of víða nauðalík fjár- málaaðferðum á öðrum sviðum lífsins, sem reynslan hefir nú sýnt að voru mjög viðsjárverðar. En nú þegar á reynir, kemur í ljós að eini bjargvætturinn er kærleikur og trygð við kristindómshugsjónir og málefni. Sá kærleikur og sú trygð eru víða nú að bjarga kristilegum málum og starfi kirkjunn- ar. Þar sem kærleika og trygð vantar, verður alt annað látið sitja fyrir því kristilega. Það látið koma síðast og þýðir það oftast hið sama og að láta það verða alveg ixtundan. En það hvernig bjargast af fram yfir allar vonir á sviði kristilegrar starfsemi nú, er jiess glöggur vottur að þrátt fvrir alt, sem að er, eiga kristindómsmálin sterk ítök i hjörtum margra. Erfiðleikarnir eru að leiða þetta greinilega í Ijós. Það er i raun réttri sá árangur af kristilegri viðleitni, sem verulegt gildi hefir. Það cina, sem borið getur uppi kirkju og kristni, hvort sem horfur og ástæður eru slæmar eða góðar. í þessu er greinileg bending um það hvað einkum þurfi að hafa fyrir augum í kristilegu starfi. Tiivera kristninnar hvilir á verðmætum þeim, er hún hefir að bjóða. Þó hægt væri að halda kirkjunni við sem ytri félagsstofnun án þess

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.