Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 5
1(57 að glæða nokltra verulega trygð við hugsjónir hennar eða við Drottin kristninnar, væri það einungis að halda uppi þýðingarlausum ytri formum og félagsvastri án nokkurs verulegs augnamiðs. Þegar verulega herðir að, fær það ekki staðist. Hinsvegar getur sorfið mjög að með ytri ástæður og fokið í flest skjól hvað úrræði snertir, en ef um verulegt kristilegt líl' hefir verið að ræða og ræktarsemi við hin and- legu verðmæti kristindómsins, verður það ekki að engu í erfiðleikunum heldur sýnir gildi sitt enn betur en áður. Sá eini árangur af kristilegu starfi, sem um er vert, er því að hin andlega hlið starfsins fái að njóta sín. Það er úrlausnin einnig í sambandi við þau tímanleg vandkvæði er kirkjan og starfsmenn hennar standi uppi i. Það eitt leggur til þann anda sannrar og frjálsrar fórnfærslu, sem leggur sig fram í það ýtrasta í þjónustu þess er þeir meta sem lifsins mesta velferð- armál. En að leggja rækt við þetta réttilega er vitanlega mestur vandinn. Að átta sig á því að það þarf alt af að vera aðal- atriðið er grundvöllurinn. Svo þarf kirkjan og kristinn lýð- ur að ganga beint að verki að byggja ofan á þann grundvöll. Kristilegt líf, traust á Guði, fullvissa um forsjón hans og handleiðslu, kærleikur til frelsarans og Guðs ríkis, samlíf bænarinnar við Guð, umhugsun um Guðs orð og vilja, fús- leikur lil hlýðni og alt annað er heyrir undir útþýðingu kenningar frelsarans í hjartalagi og framkvæmd, þurfa að vera efniviðir þess andlega musteris er hygt er upp í sálum kristinna raanna. Þá einungis eignast menn fúsleik til að leggja á sig í hið ýtrasta af kröftum og efnum kristindómin- um til eflingar og vita líka að þeir ganga ekki óstuddir að verki, heldur eru samvinnandi með almáttugum Guði. Að fórna í þeirri samvinnu fá þeir fullvissu um að það er aldrei ófyrirsynju. Vilji menn ná æðsta þroska kristilegs lífs, sem í því er fólginn að fórna fúslega því, sem krefst til eflingar og við- halds kristindóminum, þá er eina leiðin að læra betur að meta og elska hin kristilegu verðmæti. Það er líka eina leiðin til að hjálpa öðrum í sömu átt. í þessu er áskorun til kirkjunnar og kristins lýðs að vera meira andlega sinnaður, og láta ekki hina andlegu hlið kristindómsstarfsins vanrækta heldur hefja hana síl'elt meir. Þannig einungis hera menn úr býtum það, er kristindómurinn vill l'æra þeim. Og þannig einungis leggja jieir lil lífsins fegursta ávöxt kristilegs lífs— frjálsa þjónustu í anda fúsrar fórnfærslu. K. K. ó.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.