Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.09.1933, Blaðsíða 6
168 Piátlar frá séra Sigurði Ólafssyni HUGSAÐ HEIM: “Eg elska þig bæði scm móður og mey, sem mögur og ástfanginn drengur, þú forkunnar tignprúða, fjallgöfga ey! Eg fæ ekki dulist þess lengur. Þú háa meydrotning, heyr þú mig: Af hug og sálu eg elska þig.” Þaiinig kveður vort þróttmikla og glæsilega skáld Hannes Hafstein. Orðin snerta við huga með nýju magni sérílagi þegar þjóðminningardagurinn—eða eins og við komumst að orði hér vestra - þegar íslendingadagurinn gengur í garð. Vér finnum til þess, að böndin er tengja oss við ættlandið eru margþætt, og að hið íslenzka á sér djúpar rætur í hjört- um vorum, og að böndin, sem tengja oss eru svo sterk,—“Að trúrra ei binda son við móður.” Ættlandið heillar og laðar útflutt börn sín, er erlendar slóðir leggja. Vér fögnum yfir arfi vorum, og vildum af ítrasta megni vernda hann og selja hann i hendur börnum voruin. Minningarnar heilla og laða, landnámsár vor hér vestra, og landnemarnir — sem margir hvíla á brjóstum vestrænnar foldar, þeir sem eftir lifa—og yngri kynslóðin—alt hefir huga vorn til þakklætis fyrir handleiðslu Guðs og fyrir sigur þann er þjóðarbrotinu hér vestra hefir fallið í skaut. Þess ber og að minnast að ný gull- öld, fegurri en hin forna, hefir nú runnið upp á söguhimni íslenzku þjóðarinnar, og spáir góðu um göfuga framtíð, og framsókn á öllum brautum með öruggri vissu um sigur.— Hin nýja tíð—hið ókomna—er oss öllum þúsundfalt meira virði, en alt hið liðna. Mætti íslenzku þjóðinni og þjóðarbrot- inu hér vestra og íslendingum hvarvetna á erlendum slóðum, öðlast sigur og farsæld og náð til að hlita leiðsögn Guðs anda. Og með orðum H. H.: “Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu hætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.