Sameiningin - 01.09.1933, Síða 8
170
Þetta er alt svo blátt áfram um leið og það er svo dá-
samlegt. Það er æfintýri og sönn saga. Hálfa öld hefi eg
fært í letur hugsanir mínar í bundnu máli og óbundnu, eg
hefi fengist við sögu og heimspeki, samið sjónleiki og skáld-
sögur, rakið fornar sagnir og flimtað daghlægi, hefi sungið
og kveðið. Einskis hefi eg látið ófreistað, en það finn eg,
að ekki hefi eg komið orðum að þúsundasta hlutanum af því,
sem í mér býr. Þegar eg geng til grafar, þá get eg sagt eins
og margir aðrir, að nú hafi eg lokið dagsverki mínu en hitt get
eg ekki sagt, að lokið hafi eg lífi mínu. Starfsdagur minn
byrjar aftur næsta morgun! Gröfin er eigi hellisbyrgi, heldur
er luin opið hlið. í Ijósaskiftunum um lcvoldið er hliðinu
læst, en látið aftur opið í dögun.—Victor Hugo.
(Þýtt af Þórhalli biskupi Bjarnarsyni í Nýtt Kirkjublað,
í janúar 1908; ritað upp úr því af S. ó.)
Otburðir
Sagt er að stjórnarvöld þessa lands ætli nú að láta til
skarar skríða í viðureign sinni við ribbaldana, sem kallaðir
eru gangsters eða racketeers. Washington-stjórnin ]<vað hafa
skipað njósnurum, lögmönnum og öðru liði sínu út í leið-
angur einhvers lconar á hendur þeim skuggasveinum. Og
auðvitað er öldungadeild congressins búin að setja þingnefnd
í málið. Þá vilja ríkisstjúrnir ekki láta sitt eftir liggja, og
fógetar og öldurmenn stórborganna eru að komast í vígamóð.
Eða svo er að heyra. Jafnvel herl'oringjar, sem ráða setu-
liðssveitum einhversstaðar nálægt Chicago, hafa búið sig
undir að setja borgina í hervörzlur, ef um það verði beðið,
og láta greipar sópa um skuggahverfin þar. Lítur helzt út
fyrir að bófunum verði nú hvergi við vært, ef alt fer eftir
þessum viðbúnaði.
Betur væri að þetta hrifi til fulls. En því miður er engin
von á slíku, nema önnur ráð séu látin fylgja með, liðinda-
minni, en vænlegri til árangurs þegar fram i sækir. Það
stoðar litið að hafa hendur í hári spellvirkjanna, ef aðrir
nýir bætast í hópinn jafnóðum og þeim seggjum er í burtu
kipt. En sú hefir orðið rendin hingað til. Hún hefir sýnt,
að til eru andleg sóttkveikjusvið í þjóðlífinu hér og hvar;
Nástrandir ömurlegar, þar sem hvert skúmaskot er einhvers
konar svarti skóli, en börnin eru þar rækilega frædd um