Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1933, Side 14

Sameiningin - 01.09.1933, Side 14
176 fyrstu guðsþjónusturnar í bygðinni á þremur stöðum. Hina sunnudagana var sami messufjöldi nema einn. Voru þá tvær messur, en messa á virkum degi í stað hinnar þriðju. Guðsþjónustur voru fluttar á þessum stöðum: Kandahar, Wynyard, Mozart, Elí'ros, Leslie og Hólar. Nokkur erindi flutti eg á virkum dögum. Umtalsefnið oftast: “Samkomulag Vestur-fslendinga.” Á einum stað einnig um Oxford-hreyf- inguna. Þjóðhátíðisdaginn 2. ágúst mælti eg fyrir minni íslands á samkomu í Wynyard. Fjóra ungmennahópa uppfræddi eg og fermdi meðan eg dvaldi í bygðunum. Voru fermingarbörnin samtals 48 á öll- um stöðunum. Spurði eg hvern hóp tvisvar til þrisvar á viku, og hafði því tíu til tólf barnaspurningar á hverri viku. Þrjá hópana uppfræddi eg og fermdi á ensku, en einn á ís- lenzku. Ellcfu guðsþjónustur voru fluttar á íslenzku en sjö á ensku. Altarisgöngur voru xdð fjórar guðsþjónustur. Sjö börn voru sldrð. Dvölin í bygðunum var hin ánægjulegasta. Viðtökur fólksins hinar hlýjustu. Naut eg þess ekki cinungis að eg á marga fornvini og kunningja á þessum slóðum, heldur líka ]>ess að eg var boðberi kristindómsins. Guðsþjónusturnar voru mjög vel sóttar og flestar samkomur á virkum dögum einnig. Kom fram alment þakklæti við kirkjufélagið fyrir að hafa ráðstafað komu minni. Menn voru samhentir í því að greiða fyrir ferðum mínum um bygðina, þó daglega þyrfti eg að fara í tvo og þrjá staði. Var eg ýmist fluttur af öðrum eða lánaðir bílar, sem eg fór með sjálfur. Er eg í þakklætis- skuld við marga góða vini fyrir margfaldan geiða í þessu tilliti. Notaði eg einnig járnbrautalestina þegar hægt var að koma því við. Samtalca fúsleikur til að greiða fyrir starfinu kom alstaðar fram auk persónulegrar velvildar og greiðvikni í hvívetna. Mér fanst sterk löngun hjá fólki alment eftir þvi að fá fasla prestsþjónustu eins fljótt og hægt væri. Góðar uppskeruhorfur studdu að því að menn voru vongóðir um að það færi að rætast úr efnahagsvandræðum, ekki sízt þegar verð á korntegundum fer fremur hækkandi. Einn sameigin- legur fulltrúafundur var haldinn meðan eg var vestra. Kom þar fram sterk löngun til framkvæmda í kirkjulega átt í ná- lægri framtíð. Var því ráðstafað að halda aftur sameiginleg- an fulltrúafund þegar mestu haustönnum er lokið, í þeirri von að þá mætti verða eitthvað betur augljósar ástæður raanna. Þó nokkuð af bygðunum sé tvískift i kirkjulegu tilliti, þá

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.