Sameiningin - 01.09.1933, Page 15
177
mun yfirleitt vera gott samkomulag. Síðasta sunnudaginn
í'lutti eg fermingarguðsþjónustu í Wynyard í kirkju Sam-
bandssafnaðarins þar, sem er miklu stærri en kirkja lúterska
safnaðarins. Var kirkjan mjög góðfúslega lánuð af hlut-
aðeigendum. Ekki er því að neita að nokkuð oft er vikið
að í tali mögulegri samvinnu milli þessara klofninga í frain-
tíðinni. Læt eg ósagt hvað úr því kann að verða, en mér
virðist að það muni að ekki litlu Ieyti hvíla á því hvort söfn-
uðirnir, án þess að renna saman, gætu orðið ásáttir um að
kalla sama prest. Það væri eflaust líklegasta leiðin til árang-
urs—tilraun, sem menn gætu þá horfið frá aftur ef hún ekki
hepnaðist. Hafa margir verið að velta þessu fyrir sér og
munu flestir ætla að þetta væri helst tiltækilegt, ef nolckuð
a'tti að reyna. Telji menn þetta óhugsandi, eru litlar líkur
til að fyrst um sinn verði nokkuð úr samvinnu. En hvað
sem því líður er það fagnaðarefni þegar dregur úr persónu-
legum erjum og óvild í sambandi við kirkjulega klofninga.
í austurhluta bygðarinnar hefir um nokkurt skeið ver-
ið starfandi að kristindómsmálum guðfræðisnemandi, Páll
G. Johnson. Foam Lake söfnuður kallaði hann til þjónustu
um eins árs skeið, og er honum af kirkjufélaginu veitt um-
hoð að vinna prestsverk þann tíma. Hann flytur guðsþjón-
ustur reglulega einnig í Westside skólanum skamt frá Leslie,
og að Kristnesi og í Hólabygð við og við. Mun hann í prest-
leysinu einnig flytja guðsþjónustur við tæltifæri í vestur-
hluta bvgðanna. Hefir hann unnið mikið verk á liðnu sumri
að því að heimsækja fólk i kristindómserindum og glæða á-
huga fyrir kristilegri uppfræðslu. Var hann að uppfræða
38 ungmenni undir fermingu meðan eg var í nágrenninu.
Mun ferming þeirra nú afstaðin. Var starfi hans tekið vel
og hefir hann sýnt sig ötulan og áhugasaman í hvívetna.
Ætlar hann aftur á komandi vetri að sækja prestaskólann
lúterska í Saskatoon, en um helgar mun hann vitja starfsins
í Vatnabygðunum og flytja guðsþjónustur. Sannfærðist eg
enn betur um það en áður að það er fullkomið starfssvið
fyrir tvo presta i þessum bygðum, og vona eg að í þá átt verði
unnið að innan skamms megi verða þar tveir búsettir kenni-
menn.
Þessar bygðir eru með blómlegustu og fegurstu bygðum
Vestur-fslendinga. Einnig eru þær með fjölmennustu bygð-
unum. Er þar enginn liðskortur af ágætu og myndarlegu
fólki, sem er efniviður í þróttmikið og framtakssamt félags-
líf. Ungmennahópurinn, sem eg fermdi, var skipaður hinum