Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Síða 13

Sameiningin - 01.10.1935, Síða 13
159 myndu fúsir til að viðurkenna yfirráð páfa, ef þeir mæt.tu fella niður nokkrar villukenningar. Varð bréf þetta Melank- ton til mikillar mæðn. Bárust honum bréf úr öllum áttum, sem átöldu hann fyrir að hafa gefið ol' mikið eftir við páfa- trúarmenn, en páfatrúarmönnum þótti hann bregðast sér þegar fram liðu stundir. Fóru frain ýmsar bollaleggingar og yfirlýsingar á báðar síður, en samkomulag fékst ekkert; þrengdi mjög að kosti lúterstrúarmanna, varð ekki annað séð en að lceisarinn myndi bæla þá niður með ofríki. Varð þeim það að ráði, að þeir gerðu samband um að falla og standa saman gegn árás- um keisara. Gengu siðabótarmenn á Svisslandi í félag með þeim undir forystu Zwingli. Stuttu seinna féll Zwingli sjálfur í borgarastríði heima fyrir ásamt mörgum fylgjendum sínum; þóttist þá keisari hafa ráð lúterstrúarmanna í hendi sér og bjóst að ganga að þeim með odd og egg. Er sann- ast sagt, að málefnum þeirra var mjög illa farið. En um það leyti bárust keisara fréttir um það, að Tyrkir væru tilbúnir að herja á ríki hans á Spáni; sendi hann menn á fund Soldáns með auðmjúlc friðarboð; hafði Soldán það að engu. Sá keisarinn þann kost einan, að leita iiðs meðal lúterstrúarmanna. Settu þeir þau skilyrði, að þeir fengju fulla trygging, trúfrelsi og loforð fyrir því, að þing yrði haldið, þar sem öll trúarleg spursmál yrðu ákvörðuð í samræmi við kenningu Guðs orðs. Ekkert ríki mátti sýna neinu öðru ójöfnuð í tilefni af trúarlegri aðstöðu þess. Var keisari tilneyddur að ganga að þessu. Mun það sjaldan hafa skeð, að Tyrkir hafi verið kristnum mönnum hjálpar- hella þegar mest lá á. Er vandalaust að sjá það, að Guðs hönd var hér að verki; það sannaðist hér eins og ávalt, að “hjálpin er næst, þegar neyðin er stærst” öllum þeim, sem velja sér veg Guðs. Var fögnuður meðal lúterstrúarmanna mikill út af þess- um sigri. Hin takmarkalausa iðjusemi Melanktons og á- hyggja hans út af málum þessum öllum, gengu svo nærri honum, að líkamsþrek hans lét undan; lagðist hann hættu- lega veikur. Lúter voru send boð um ástand vinar hans og fór hann dagfari og náttfari. Var Melankton nær dauða en lífi þegar Liiter kom til hans; hann var húinn að missa sjón- ina, lá með óráði og þekti engan og nærðist ekkert. Lúter komst við að sjá vin sinn svo á sig kominn og mælti: “En hvað Satan er búinn að fara illa með þetta verk- færi Guðs!” Síðan snéri hann sér út að glugganum og bað

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.