Sameiningin - 01.10.1935, Qupperneq 10
15G
Til kriálniboðsvina
Framh.
Ef við svo horfum fram í tímann, er síður en svo að trú-
uðu fólki verði talin trú um að kristindómurinn sé að deyja
út í heiminum.
Kristnir menn hafa það að orðtæki, að framtíðin sé
eins björt og fyrirheiti Guðs. En þeir, sem ekki vilja taka
fyrirheiti Guðs til greina, ern illa færir um að ráða tákn tím-
ann eða sjá fyrir óorðna hluti. Hrakspám vantrúaðra um
kristindóminn, er ekki gaumur gefandi.
Vonir okkar um framtíðina byggjast einnig á því, sem
séð verður í Ijósi fortíðarinnar.
Mér verður t. d. hugsað til vaxtar og viðgangs sjálfboða-
starfsins kristilega innan þjóðlcirknanna í nágrannalöndun-
um. (Því miður yrði of langt að fara út í það hér). Og eg
sé í því ljósi, að áður en langt um líður verður kristilega pré-
dikunarstarfið orðið það öflugt á islandi, að hægt verður að
messa í öllum kirkjum landsins samtímis, og í fleiri tugum
kristniboðs og bænahúsa auk þess. Við munum senda
kristniboða í tugatali til ekki kristinna þjóða, og gefa árlega
nokkur hundruð þúsundir króna til kristniboðsins.
Og mér verður hugsað til framtíðar möguleika kirkjunn-
ar í Kína, hjá voldugustu þjóð heiðninnar. Mér dylst ekki
að ögrandi íjandaher óskar og spáir kirkjunni þar öllu illu:
Fyrsta kristniboða mótmælenda kirkjunnar, sem ætlaði til
Ivína, var neitað um far þangað. Hann varð að leggja mikinn
ltrók á leið sína og fara til Ameríku. Er hann geklt um borð
á skipið, sem flutti hann til Kína, var hann kvaddur með háð-
hrosi, en því fylgdi sú spurning hvort hann léti sér detta í
hug, að hann gæti áunnið Kínverja fyrir kristindóminn.
Sömu spurningu er títt beint að okkur kristniboðunum
enn þann dag í dag. Mótmælenda trúboðið hefir ekki einu
sinni áunnið eina miljón manna af 400 miljónum íbúa Kína-
veldis, eftir heillar aldar starf. Það er sagt að með því móti
verði Kína aldrei kristnað.
Nú er þess aðgætandi að ekki verður sagt að kristniboðið
hafi verið alveg árangurslaust, þó ekki hafi tekist að ávinna
fulla miljón áhangenda. En hvað framtíð kristniboðsins í
Kína líður, þá verður ekki um það spáð hlutdrægnislaust, taki