Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 15
161 Þú munt sjá Son Guðs. Þú færð að skilja hina dýrðlegu leyndardóma, sem voru þér óskiljanlegir í þessu lífi; mann- legt ásigkomulag og skyldleika holds og anda.” Vorið 1560 var Melankton á ferðalagi; varð ferðin með allmiklum hrakningum; varð hann veikur af afleiðíngum kulda og náði hann sér aldrei að fullu; dróst þó í föt og féklc unnið nokkuð með köflum. Ágerðust veikindin um páskaleytið; fékk hann naumast fylgt fötum. Þá kom á fund hans vinur hans Jóakim Kamerarius; varð þá Mei- ankton að orði: “Kæri Jóakim: Það hefir verið fölskvalaus vinátta með okkur í nær fjörutíu ár. Við höfum elskast innbyrðis og aldrei gert á hluta hvor annars. Við höfum unnið að kenslustörfum í allri vinsemd, hver í sínum verkahring. Eg treysti því, að starf okkar beri góðan árangur. Ef það skyldi vera Guðs vilji að eg deyi nú, skulum við vera vinir í eilífðinni.” Síðustu orð Melanktons til vina hans voru á þessa leið: “Sonur Guðs, er situr við hægri hönd föðursins, sá er gefur mönnum ríkulegar gjafir, verndi ykkur og alla ykkar og okkur alla. Berið konum ykkar kveðju mína.” Seinasta daginn sem hann lifði, spurði læknir hans, hvort það væri-nokkuð, sem hann vildi. Melankton mælti: “Eg þrái ekkert nema himininn. Eg vil hvílast og biðjast fyrir. Hann lézt þann dag, þ. 19. apríl, 1560, og var jarðsunginn þ. 21. s.m. Hvílir hold hans við hlið jarðneskra ieyfa Marteins Lúters, þar sem Lúter var vanur að prédika. Nýtur hvíldar hlið við hlið hið þjáða hold hinna miklu manna, eftir göfugt æfistarf og mikið. Mun minning þeirra geymast lengi. Marguerite Harmon Bro, kvenskörungur í liði þess kirkjuflokks, sem kallar sig Disciples of Christ, hefir verið að skrifa í hérlend kirkjublöð um sunnudagaskólana. Henni finst þeir koma kirkjunni að sára litlu liði yfirleitt; og styður hún mál sitt með ýmsum rökum, sem því miður eru ekki gripin úr lausu lofti. Kenslan segir hún að sé mjög oft í höndum unglinga, sem séu óþroskaðir og hafi enga

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.