Sameiningin - 01.11.1924, Síða 3
Mánaðarrit til stuðninrj.s kirkju og kristindómi íslendinga
gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi
XXXIX. árg. WINNIPEG, NÓVEMBEK. 1924 Nr. 11.
Síra Adam Þorgrímsson
LÁTINN.
Síra Adam Þorgrímsson andaÖist aS heimili sínu á Lundar
snenuna morguns 20. nóvember.
Hann hafÖi verið á góÖum hatavegi eftir langa sjúkdóms-
legu, hafSi haft fótaferð nokkrar vikur og ráÖgerÖi aÖ flytja
guösþjónustu í heimakirkju sinni sunnudaginn 23. nóv. Að
kveldi þriÖjudagsins þess 18. veiktist hann hastarlega af lungna-
bólgu og lézt á fimtudagsmorgun.
ÞaÖ er þungt reiðarslag, sem með dauða séra Adams Þor-
grímssonar gengur yfir kirkju vora. Svo fáliðaðir sem vér erum,
verður oss missir svo góðs starfsmanns þungbær.
Síra Adam Þorgrímsson var fæddur í Nesi í Aðaldal i
Suður-Þingeyjarsýslu á íslandi 8. dag júlímánaðar 1879, sonur
Þorgríms bónda Péturssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur fyrri
konu hans. Fjögra ára gamall misti hann móður sína, en ólst
upp hjá fööur sínum og seinni konu hans, Sigurbjörgu Frið-
bjarnardóttur, unz hann var tvítugur að aldri. Fór hann þá í
Möðruvallask)óla ;og útskrifaðist þaöan ivorið 19011. Næsta
haust fór hann til Reykjavíkur og var þar við verzlunarstörf og
heimiliskenslu. Naut hann þar og kenslu hjá Jóni A. Hjalta-
lín, skólastjóra fsem þá var í RvíkJ, Þorsteini Frlingssyni
skáldi og fleirum. Næsta ár vitjaöi hann átthaga sinna og
dvaldi þar um hríð. Til Reykjavíkur kom hann aftur 1904 og
dvaldi þar næstu árin tvö, lengst af við verzlunarstörf.
Sumarið 1905 kvæntist síra Adam Sigrúnu Jónsdóttur ffrá
Mýri í Bárðardal). Til Akureyrar fluttu þau næsta ár og áttu