Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 4
322 þar heima þar til 1913. Þau ár fékst sira Adam vitS kenslu og ritstörf. Árin 1910-1913 var hann skólastjóri ISnaSarmanna- skólans á Akureyri. VoriB 1913 kom síra Adam til Ameríku, en kona hans og fjögur börn uröu eftir heima nokkur ár. Alls eignuðust þau hjón átta börn. Dó eitt ungt á íslandi. Sjö börn eru á lífi og eru þrjú þeirra fædd hér vestra. H.ér i landi dvaldi sira A. ]>. fjögur fyrstu árin vestur i Washington-ríki. HaustiÖ 1916 hóf hann nám við lúterska prestaskólann í Seattle og las þar guÖ- fræÖi eitt ár. Þaðan fór 'hann til Chicago og hélt þar áfram guöfræðanámi í tvö ár við “Chicago Lutheran Seminary” í Maywood, Uliniois. Lauk hann þar prófi með joflegum vitn- isburði vorið 1919. í sumarleyfi sínu hafði hann veitt kenni- mannlega þjónustu söfnuðum kirkjufélags vors við iManitoba- vatn. Var hann kosinn prestur þeirrra safnaða og vígður 4. maí 1919 af þáverandi forseta kirkjufélagsins, síra Birni B. Jóns- syni. Fór sú athöfn fram í Fyrstu lútersku kirkju i Winnipeg. Þegar eftir vígslu fór sira Adam til safnaða sinna og áttu þau hjón heima nálægt Hayland næstu árin. PrestakalliÖ var víö- áttumikið og ferðalög mjög ervið. Lagði síra Adam oft hart á sig. Auk prestsþjónustu varöi hann miklum tíma til kenslu. Hélt um eitt skeið skóla mikinn part vetrar fyrir unga menn, sem farið höfðu venjulegrar skólamentunar á mis. Varð hann fyrir það sem margt annað vinsæll hjá bygðarbúum. Fyrir tveim árum fluttist síra Adam og fjölskylda hans til Lundar og tók hann við þjónustu safnaðanna á þeim stöðvum, en vitjaði við og við einnig síns fyrra prestakalls. Síra Adam var ávalt fremur veill heilsu og hin siðustu ár þjáðist hann af heilsuleysi og lá hvað eftir annað þungar legur. En jafnan var hann glað- ur og rólegur. Síra Adam var mörgum góðum hæfileikum gæddur. Hann var ágætlega ritfær maður og af ritstörfum haföi hann mest yndi. Stólræður sínar vandaði hann og færði ávalt skýr rök aö máli sínu. Hann var maður skáldmæltur, og síðustu verk hans voru ljóðaþýðingar. Trú hans var að öllu leyti heil. Hélt fast við Krist og kenningar hans. Víðsýnn var hann og vildi vera framsækinn í öllum andlegum efnum. Drottinn blessi minningu síra Adams Þorgrímssonar. B. B. J. ■O'

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.