Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 6
324 þaS og stjórnar því. Krists andi er heilagur andi. Dularfull og dásamleg áhrif heilags anda helga trúarþel kristins manns og veita sálunni unað og frið, sem ekki er unt að lýsa. Því meir sem trúarþelið kristilega þroskast með manninum, þvi meiri verð- ur ást hans á öllu, sem gott er, og löngun til að þjóna því. Trúarþelið, vakið og viðhaldið af anda Krists i sálu manns- ins, er undirstaða kristilegs trúarlífs. Án þess er ekki um krist- indóm að ræða í fari manns. Að líkindum er sjálft 'hið kristi- lega trúarlíf með líkum hætti hjá öllum hjarta-kristnum mönn- um, þó ólíkt sé það að ytra búningi. En þó trúarþelið sé und- irstaða trúarlífsins, þá hefir kristindómurinn meira í för með sér. Trúarþelið getum vér til hægðarauka tileinkað hjartanu— eða tilfinningaþætti sálarinnar. Annar aðal-þáttur er skynsem- in. Kristindómurinn talar og til skynseminnar, og skynsemin leitast við að gera sér grein fyrir kristindóminum. Eins og hjartað aðallega fæst við Krist sjálfan, svo fæst skynsemin við kenningar Krists. Og ekki nema svo að hjartað sé höndlað af Kristi, fær skynsemin notið sín, er hún fæst viö kenninguna. Á það veröur að leggja áherzlu, að einungis þegar 'hjartað elskar Krist, fær skynsemin skilið og hagnýtt sér orð hans. En svo þarf ekki að leyna því, að kristnir menn geta ekki allir gert sér nákvæmlega sömu grein fyrir kenningum kristin- dómsins. Þar fær einstaklings eðlið að njóta sín. Við skilj- um flesta hluti hver á sína vísu. Skynsemi manna er ekki í einu móti steypt. Menn skilja og tilein'ka sér sama sannleika hver á sinn hátt. Svo hefir Guð gjört mennina, og svo margbreytilegt vill Guð að hugsana-lífið sé. En eitt og hið sama lögmál gildir fyrir alla: að elska sannleikann. Og séum við í hjartanu krist- in, þá verður ástin á og lotningin fyrir kenningu Krists svo mikil, að við gerum okkur grein fyrir henni með rólegu hugar- fari og samvizkusemi. Og við finnum þá til heilagrar skyldu til þess, að afla okkur sem mestrar þekkingar á trúaratriðum kristindómsins og siðfræðinni kristilegu. Og við krefjumst þess af sjálfum okkur, að við aldrei skiljum við neitt atriði kristilegrar kenningar þar til við höfum eignast fasta skoðun og lifandi sannfæringu. Því skynseminni, eigi síður en tilfinn- ingunni, er ætlað að njóta blessunar af kristindóminum. En svo skynsamir erum við og vel siðaðir, ef við höfum anda Krists í okkur, að við viðurkennum takmörk skilnings okkar, og mis- bjóðum ekki kristnum bræðrum vorum með því, að vilja þröngva þeim til þess að skilja alt eins og við skiljum það. Ef trúarþel kristinna manna vefur sig um Krist, þá verða skilnings-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.