Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1924, Page 9

Sameiningin - 01.11.1924, Page 9
327 i.ð þaS fast, sem laust mætti vera, og láta nokkuð það laust, sem fast ætti að vera. Heilagur sannleikur guSlegrar opinber- unar í Jesú Kristi s'kyldi standa fastur og ó'haggandi að eilífu. En umbúðir allar og aðferðir skyldu vera “lausar” og notast eftir ástæðum. Frú Lára var starfhög kona og svo áræðin, aö hún tók i þjónustu sína 'hverja þá nýja aSferð, sem hún taldi not- hæfa. Fyrir því réði hún til róttækra breytinga á starfsað- ferðum í söfnuði sínum, jafnvel seinustu árin, sem hún lifði. Samvistum við leiStogana okkar látnu er ekki slitið. And- legt samfélag varir þó þau sé komin þetta á undan okkur yfir landamærin. Með því að starfa í anda þeirra að aSal-hugsjón þeirra—komu Guðs ríkis i sálir mannanna—, heiðrum við bezt lofsverða minningu þeirra. 15- nóv. 1924. B.B.J. ------0------ Alþjóðaþing heimspekinga um komandi andlega vakningu. Alþjóðaþing heimspekinga, sem nýlega var haldiS í Naples, gefur nýjan vitnisburð um hina miklu breytingu, sem orðið hefir á síðustu árum á afstöSu vísindanna gagnvart trúarbrögð- unum. Efnishyggjan, sem rí'kti fyrir mannsaldri síSan, er dauS, en nú er komin í staðin einskonar andleg skoðun, jafnvel á sjálf- um efnisheiminum. Samkvæmt lífeðlis-kenningunni nýju fneo- vitalism)—kenningunni, er sagt er að sönnuS hafi verið með tilraunum — sem prófessor Driesch frá Leipzig skýrSi í fyrir- lestri, sem hann hélt á þinginu — er þáttur í öllu lífi, frá hinu lægsta til hins æðsta, sem ekki er 'háður lögum vélfræðinnar. Það eru til tvennskonar öfl, sem vinna í nánu sambandi hvort við annaS—eðlisfræðislegt og sálarfræSislegt, og jafnvel i lifi dýra og jurta leiðbeinir og stjórnar hið óskilvitlega hinu afl- fræðislega (hið andlega hinu likamlegaj. í fyrirlestrunum um frumreglur þekkingarinnar kom í ljós skýr viðurkenning á þeim grundvallar-sannindum, að sál mannsins sé veruleiki, stafi frá alheimssál, sem henni sé skyld. í fyrirlestri prófessors Bruns- chwieg frá París, sem fulltrúi einn frá Englandi kallaði stór- merkilegt erindi, var þessi kenning enn betur áréttuð. Sagði fulltrúi þessi, að sér liefði fundist eins og hann væri á guðrækn- issamkomu. Þegar gert er yfirlit yfir álit hans á hugarstefnur þessa þings í heild sinni, þá er hann sannfærður um það, að heimurinn hafi hallast ákveðið i áttina til trúar, yfirleitt, og sér-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.