Sameiningin - 01.11.1924, Page 11
329
deildar kirkjunnar heimsótti íslenzka kirkjufélagiÖ á siðasta
þingi þess og- flutti oss vinarkve'Öju. Var þaö dr. F. G. Got-
wald frá York, Pennsylvania, ritari mentamálanefndar kirkju-
deildar sinnar. Munu allir, er þing vort sátu, minnast hans
vegna ágætrar framkomu hans og yfirburÖa. Fól þing vort for-
seta sínum aÖ flytja United Lutheran Churoh bróÖurkveÖju á
þingi því, sem nú er ný-afstaöið. Vegna þeirrar ráðstöfunar sat
eg fjóra daga sem gestur á ofangreindu þingi, og vil skýra frá
ýmsu í því sambandi, án þess þó að ætla mér aö segja nákvæm-
lega sögu þingsins, þvi það yrði of langt mál.
Ekki er það ofsögum sagt, að þing þetta hafi vakið mikla
athygli. Sjálfur forseti Bandaríkjanna, Coolidge, sendi þing-
inu kveöju sína og virðuleg ummæli. Báru orð hans þess ljós-
an vott, að hann hefir glöggan skilning á þýðingu þess mikla
starfs, sem lúterska kirkjan hefir unnið hér í álfu. Get eg ekki
stilt mig um að tilfæra lauslega þýðingu á orðum hans. Eftir
að hann hefir ávarpað forseta United LutheranChurch, farast
honum orð á þessa leiö:
“Eg sendi kveðju mína fjórða þingi United Lutheran Church
í Ameríku.
“Mynduð að svo miklu leyti af afkomendum þess öfluga lút-
erska kynstofns, sem átti þýðingarmikinn þátt í þroskun ný-
lendanna og í frelsisbaráttunni, á United Lutheran Church
fagran arf.
“Þegar eg hugsa um þær þrjár miklu mannlífshreyfingar í
amerísku nýlendunum, Púrítanana í Nýja Englandi, þá lútersku
og Kvekarana í Pennsylvaníu og riddarana (cavaliers) í Virginíu-
og athuga söguna um samruna þeirra í blóði og einingu andans,
skilst mér, að þessi samruni og eining sé einn af hyrningarstein-
um Ameriku.
“Muhlenberg og menn hans, frá Pennsylvaníu, lúterskir
hermenn frá vesturhluta Maryland og Shenadoah dalnum í Vir-
giníu og frá vesturhluta Norður- og Suður-Carolina, áttu fræga
sögu í þjónustu ættjarðarástarinnar í frelsisstríðinu. Afkom-
endur þeirra, er dreifðust yfir Mississippi-dalinn, tóku leiðandi
þátt í þroskun þess mikla kornforðabúrs heimsins.
“í þrælastríöinu voru flokkar eins og járn-herdeildin , ýThe
Iron Brigadeý á hverjum orustuvelli að verja einingu ríkjanna.
_“Er það lítil .furða, að með slíka sögu til að blása eldmóði
í brjóst sonum þeirra og sona-sonum, gengu sex af hundraði af
meðlimum lútersku kirkjunnar í Ameríku ,í þjónustu þjóðar