Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 13
331
skýru og áhugasömu manna, sem hafa notiÖ áhrifa trúboÖsins.
Þeir voru ekki í neinum vafa um, aí> þjóÖir þeirra þyrftu á
kristindómi aÖ halda, og þaÖ var auÖheyrt, að sá kristindómur.
sem þeir höfðu numið, var alls ekki dauð kenning, heldur
andi og líf. — Það var einhuga vilji þingsins, að efla trúboðs-
starfið sem allra mest. Enginn virtist i neinum vafa um, a8
það væri sjálfsagt fyrir þá, er skilning hefðu á anda kristin-
dómsins og tilgangi. Enda er erfitt að finna nokkur gild rök
gegn trúboði, nema svo sé, að menn hafi ekki trú á verðmæti
kristindómsins sjálfs. Á þeim grundvefli verður mótspyrna
gegn trúboði eölileg. Annars er mótspyrna gegn trúboði, sem
starfar að því að flytja áhrif Jesú Krists tilj allra manna, beint
i mótsögn við anda fagnaðarerindisins.
Trúboð heima fyrir var annað stórmál þingsins. Þegar
skýrsla var lögð fyrir þingið, kvaddi formaður nefndar þeirrar,
er hlut átti að máli, vissa menn til umsagnar, þá er sérstaka þekk-
ingu höfðu á málinu, og voru svo almennar umræður á eftir-
En mjög voru þær takmarkaðar. Enginn talaði víst lengur en í
fimm mínútur í einu. Þannig venjast menn á að vera gagnorð-
ir. í heimatrúboðsmálinu gekk mestur tíminn í ræður fyrir fram
ákveðnar. Skýrðu þær máliö frá ým'sum hliðum. Svo komu
tillögur um starfið. GerSu menn stuttar athugasemdir eða breyt-
ingan en alt gekk greiSlega. Átti hinn ágæti forseti þingsins,
dr, Knubel, þar ekki lítin hlut aS máli. Betri fundarstjóra en
hann verður ekki á kosið. Hann er fastur við fundarsköp, en
lætur þau ekki verða til aS þvælast fyrir, heldur til að greiða
fram úr. Sanngirni hans var .alveg frábær. Hann hefir líka
lag á þvi, aS halda mönnum í góðu skapi í umræSum, og er það
ekki lítilsvert. 1 heimatrúboðsmálinu, í þess ýmsu liðum, vakti
það eitt fyrir, að starfiS mætti vera rekið með öllum þeim dugn-
aði ogi öllum þeim árangri, sem unt er. Einn liður í þvi starfi
er að koma að kristilegum og kirkjulegum áhrifum meSal náms-
manna við háskóla ríkjanna. Hefir þaS borið mikinn árangur.
Mönnum er að verSa ljóst, að ef engin kristindómsálhrif ná til
námsmanna, meðan þeir eru við nám, þarf ekki aS búast við, að
þeir verði áhugasamir kristindómsvinir, þegar út í lífið kemur.
— HeimatrúboS þessa félags er rekið mest á ensku, en auk þess
á þýzku, finsku, spönsku og fleiri málum. Var oft minst á
dæmi feðranna. sem lögSu grundvöll kirkjunnar hér í landi.
Eyrir þeirra óeigingjarna starf var byrjunin gerð- í sama anda
þyrfti að halda áfram.
Kirkjufélag þetta hefir fjölda af mentastofnunum. Þegar