Sameiningin - 01.11.1924, Síða 14
332
kirkjufélögin þrjú voru sameinuð, áttu þau hvert fyrir sig sína
skóla. Vakir þaÖ nú fyrir, aS sameina ýmsa af þessum skól-
um, og var sett nefnd á þessu þingi til að rannsaka hvað tiltæki-
legt kynni a8 vera í þeim efnum, og til þess einnig aÖ koma fram
meÖ hverja þá tillögu, er þeim virtist til heilla horfa í menta-
málastarfinu, eftir að hafa nákvæmlega rannsakað ástæÖur þær,
sem eru fyrir hendi. —■ Eins og áður hefir verið skýrt frá, hafði
komið til orÖa aÖ samvinna gæti tekist milli United Lutheran
Church og vors íslenzka kirkjufélags viÖ Jóns Bjarnasonar
skóla. Kom sú tillaga fyrir þingiÖ, og var samþykt. Leggur fé-
lag þetta því $2,000.00 til Jóns Bjarnasonar skóla þegar á þessu
ári. Kom í öllu fram hið einlægasta bróöurþel gagnvart voru
islenzka kirkjufélagi, og hinn glöggasti skilningur á þýðingu
þess að efla skóla þess. Vonandi koma með tíð og tíma náms-
menn á skólann úr hópi þessara 'bræðra vorra.
Eg benti til þess áður, að talsverðar umræður hefðu orðið
um álit nefndar þeirrar, er fjallaði um mannfélagsmálin. Var
það einkum i smbandi viÖ ummæli um strið eða styrjaldir, sem
ágreiningur vai'ð. Allir voru sammála um, að áhrif kirkjunn-
ar ættu eindregið að efla friðinn, og hnekkja ófriðarandanum,
þó ékki væri ihægt að neita, að það gæti undir vissum kringum-
stæðum virst óumflýjanlegt, að reisa rönd við ofbeldi. En á-
greiningurinn varð um framsetningu málsins. Minni ihlutinn
hélt því fram, að nú væri tímabært að láta áherzluna einvörðungu
hvíla á því, að stríð ættu að nemast úr lögum fwar should be
outlawedj ; meiri hlutinn vildi gæta jafnvægis betur, og kannast
við, að á þessu hlytu að vera undantekningar. Fanst mér minni
hlutinn færa betur rök fyrir sínu máli. Vart getur kirkjan nú
of-ákveðið skipað sér undir merki þeirra, er fordæma stríð, og
vilja nema það úr alþjóðalögum, að þau séu réttmæt aðferð til
að jafna deilumál þjóðanna.
Tvö mjög eftirtektarverð erindi voru flutt á einum kvöld-
fundi þingsins, annað af Preus ríkisstjóra frá Minnesota, hitt af
dr. Haas, forstöðumanni við Muhlenberg College í Pennsylvania-
Sá fyrri talaði um þörf á kristilegri mentun frá sjónarmiði rík-
isins, hinn um sama efni frá sjónarmiði kirkjunnar. Voru er-
indin bæSi gullvæg.
Á meðal gesta þeirra, er þingið sóttu, var dr. Brandelle,
formaður Augustana sýnódunnar, dr. Stub yngri, sonur eldra
dr. Stubs, forseta norsku kirkjunnr í Ameríku, og erindsreki frá
norsku fríkirkjunni. Fluttu þeir allir bróðurkveðjur frá kirkju-
félögum sínum, og var þeim kveðjum svarað af mönnum til-