Sameiningin - 01.11.1924, Side 16
334
sjöunda, og oss er sjaldan mikiÖ um þá menn gefiÖ, sem svo eru
háfleygir. Hann talaði tungum; og fólk, sem talar tungum,
hefir oft og tíöum lent í óðra-hælinu. Hann hafÖi þaÖ, sem
hann kallaÖi flein í holdinu; og þar sem enginn veit hvað það
var, þá hafa sumir afbragös-glöggir grúskarar fullyrt, aÖ kvill-
inn hafi veriÖ flogaveiki. Og þegar búið er aÖ slá þvi föstu, þá
verÖur auÖveldara, fyrir suma menn aÖ minsta kosti, aS gjöra
sér grein fyrir hlutum, sem hann sá og heyrÖi.
En það vill nú svo óheppilega til, fyrir skoðun þessa, að
Páll hegðar sér stöðugt og hugsar og ritar eins og heilvita mað-
ur. Hann er dómgreindin sjálf, að þvi er virðist. Hann er
merkilega sannsýnn og öfgalaus, og ekki verður annað ráðið af
hegðun hans yfirleitt, en að hugsunarfærin hafi verið heil og
hraust.
Fáir hafa þurft aÖ standast önnur eins próf, eins margvís-
leg og eins hörð, eins og Páll postuli- Aðrir menn voru sífelt
að leggja fyrir hann spurningar, hæði þungar og flóknar; og
mörg svörin, sem hann gaf, voru færð' í letur. Þau bera vott um
gáfur og hyggindi. Hann var oft beðinn um ráð, og ráðlegg-
ingarnar blasa við oss í bréfum hans. Til sönnunar um and-
lega heilhrigði Páls- postula þurfum vér ekki annað en að lesa
KorintubréfiÖ fyrra. Bréfið sýnir með ótal dæmum, hvað
hann var merkilega skarp-vitur og framsýnn. Hann var fröm-
uður nýrrar andastefnu; þurfti að ryðja henni braut í gegn um
ömurlegan myrkvið af hættum og erfiðleikum; mátti þreyta við
vandamál og flóknar ráðgátur hvað eftir annað. Úrlausnirnar,
sem vér höfum fyrir oss í bréfum hans, bera vott um frábærlega
djúpan skilning. Hann aðgreinir meginmál frá aukaatriðum,
stundlegar sakir frá eilífðarmálunum, með snarleik og ná-
kværnni, sem aldrei gjörir vart við sig nema hjá andans mönn-
um í fremstu röð. Sjúk eða sturluð hugsun hefði fálmað og
vilzt í öðrum eins vandamálum.
Páll var enginn ópraktiskur draumamaður. Bréfin hans
eru full af hollum lífsreglum og spakmælum, sem glitra eins og
gimsteinar. Kirkjan telur heilræði hans með hinum allra dýr-
mætustu fjársjóðum sínum, og allur heimurinn kannast við
heilnæmi þeirra og ódauðleika. Til dæmis: “Alt er mér leyfi-
legt, en alt er ekki gagnlegt.” “Þekkingin blæs menn upp; en
kærleikurinn byggir upp.” “Vandið um við liðleskjurnar.”
“Verið þolinmóðir við alla.” “Gætið þess, að enginn gjaldi
neinum ilt með illu.” “Keppið ávalt eftir því, sem gott er, bæði
hver við annan og við alla.” “Verið ætíð glaðir.” “Hættið