Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 18
336 JarÖskjálftinn í Filippí sturlaði fangavöröinn, en ekki Pál. Flonum félst ekki hugur við uppþotiö í Jerúsalem. Vér sjáum á ræðunni, sem hann flutti þar yfir blóðþyrstum fjandmönnum, að hugsunarfærin voru öll í góðu lagi. Og á skipsfjöl í ofsa- veðri var hann svo stjórnsamur og óttalaus, að samferðafólkið, tvö hundruð sjötu og fimm sálir, þrengdu sér utan um hann eftir ráðum og hughreysting. Aldrei leið hann í dá, þegar erfitt verk var fyrir hendi. Sat aldrei á skrafi við engla, þegar hann þurfti að sinna mönnunum. Reyndist öllum viðlögum vaxinn, af því að taugarnar voru sterkar og hugarþrótturinn brást ekki. Páll var ekki sjúkur af mikilmensku. Hann virti auövitað sjálfan sig og köllun sína mikils, en fór aldrei að dæmi Símonar töframanns, sem “þóttist vera eitthvað stórt” og lét sér vel líka að vera kallaður “sá kraftur Guðs, er mikill nefnist.” Páll vissi vel, að hann var ekki nema maður; fann til þess glögglega, að sér væri áfátt í mörgu. Hann hagaði sér eftir því, sem bezt átti við, hvar sem hann var staddur; bar virðingu fyrir tilfinn- ingum þeirra, sem á hann hlustuSu. Páll hafði sérstakt lag á að koma hæfilegum orðum að því, sem helzt þurfti að segja, hvort heldur hann ávarpaSi sveitarfólkið í Lýstru, eða mentalýðinn í Aþenuborg, eða þjóShöfðingja í Sesareu. Andlega sjúkir menn eru aldrei gæddir svo næmri dómgreind. Ofsafenginn ákafamaður, er hrekst fyrir straumi skoðana sinna — það var Páll alls ekki. Hann trúði því, að endurkoma Krists væri þegar fyrir hendi, en ekki var hann sí-talandi um þaS atriði; né heldur kom honum til 'hugar, að það gæfi nokkr- um manni rétt til að afrækja daglegar skyidur. Það voru til öfgaseggir i Þessaloníku, sem ekki gátu um annað talaS en end- urkomu Drottins og voru svo gagnteknir af því umhugsunar- efni, að þeir höfSust ekki að, og sníktu mat frá öðrum. Páll hafði megna óbeit á slíkum landeyðum. “Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki að fá að eta.” Vildi veita þeim mönnum fljót skil og heppileg meS þessu móti- Þessaloníku- menn voru svo meinlausir, að þeir hikuSu við að láta þannig til skarar skríSa, en Páll hvátti þá til þess. Hann var enginn sí- fossandi “kærleiks”-prédikari. Plann hafði tungutaks-gáfu i ríkara mæli en allir aðrir í Korintu, en aldrei lét hann þá yfirburði leiSa sig í gönur. Hann hafði hagsýni góða, sem kallað er. Og hvergi sýnir hann bet- ur, hve vel honum helzt á þeirri gáfu, heldur en í viðureigninni viS óstýrilátan óróalýS í Korintusöfnuðinum. Hann skrifaði þeim söfnuðí á þessa leið: “Ef eg ekki skil það, sem við mig

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.