Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 21
339 hafi fram á vora daga, og verður hún því ekki flækt í spurn- ingum né látin sæta rannsóknum sálfræðinga. Það er audvelt aS vísa henni á foug og segja, að hún hafij verið veikluð kona og átt vanda fyrir hugaræsingum. Vér vitum, að sumar konur geta stundum komist í ákafar geðshræringar, og að þær írnynda sér þá ýmsa hluti, sem ekki eiga sér stað; og getur þá ekki ver- ið, að María frá Magdölum hafi heyrt þeim hópi til? Og þar með er málinu vísað frá, með ofur-handhægu móti. En það er ekki eins auðvelt að losast við Pál postula. Dómendum hans til stórra vandræða, þá var hann karlmaður, og þaö maSur með staðgóðum og ákveðnum karaktér; enginn málsmetandi maSur hefir enn sem komið er vogað sér aS halda þvi fram, að Páll hafi aldrei verið til. Og hann gjörði þeim herrum enn erfiðara fyrir um tilgátu-spunann með því að skrifa mörg bréf, er sum hafa komist i vorar hendur; og i bréfum þeim er urmull af sönnunum, sem vöflur geta ekki hrundið, um hugar-heilbrigði postulans. Hann fjallar þar ekki nerna við og við um víðtæk eða hugræn efni; það, sem honuum verður skrafdrjúgast um, eru áþreifanleg og flókin vandkvæði daglegs lifs. Hann svar- ar spurningum, gefur ráö, veitir áminningar og viðvörunarorð í tíma töluð, lifir og hrærist mitt í þyrping daglegra viðburða, sí- reiðubúinn með bendingar og athugasemdir, og sýnir og sannar upp aftur og aftur, að hann er fimleiks-maður andlega, framsýnn og réttdæmur. VeriS getur, að hótfyndinn gagnrýnandi vorrar aldar hrópi með Festusi: “Óður ert þú orðinn, Páll.” En svar- ið hljómar úr bréfum postulans, rólegt, skýrt og sannfærandi: “Ekki er eg óður, göfugi dómsmaður, heldur mæli eg sannleiks og stillingar orð.” G. G. •o- Heimahögum. Kristnibo'Sarnir, séra Octavíus og frú Karolína Thorlakson, lögSu á staö, ásamt börnum sínum, áleiðis til Japan i öndverðum þessum mánuSi, eftir tveggja ára dvöl hérlendis. Búast þau við að taka aftur viS starfinu í Nagoya fyrir hönd United Lutheran Church og vera í þjónustu þess félags þar eystra næstu sjö árin. Hugheilar blessunar-óskir fylgja þeim. Árdals-söfnuSur í Árborg hélt samkomu rnjög myndarlega þ. 7. þ.m. í tilefni af þakkarhátíS þjóSarinnar. Stóö samkoman í sam- komuhúsi þorpsins og var margmenn. Fyrir samkomunni stóS

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.