Sameiningin - 01.11.1924, Qupperneq 23
341
“Heimahögum” væri mikil þæg'ð í því, að prestarnir létu þeim
mánaðarlega í té fréttir úr sóknum sínunr. Gerið það, bræður.
-------o-------
| FYRIR UNGA FÓLKIÐ. !
I DeilcL þessa annast séra Friðrik Hallgrímsson. í
----------------------------------------4
Dökkur dánumaður.
fNiðurlag.J
“Við höfðum ekki dvalið lengi í Havana-höfn, þegar við gerð-
um okkur grein fyrir því, að eitthvað Stórkostlegt var að í borginni.”
sagði skipstjórinn, er hann hélt áfram sögu sinni. “Ekki langt frá
okkur lá skip, sem hafði gult flagg við hún. Vissum við þá, að það
var gula sýkin, sem hér hafði ráðið sér heimaland. Síðar, þegar
hafnarlæknirinn kom um borð, sagði hann okkur, að hina síðustu
daga hefði fólk dáið í borginni í tugatali. Þess vegna ákvað eg, að
hlaða skipið þar sem við lágum, utarlega á höfninni, en gaf ströng
boð um það, að engum væri veitt landgönguleyfi. Það skal eg segja
var mér stórt gleðiefni, er lokið var hleðslu þarna úti á höfninni.
og við gátum byrjað ferðina löngu heim til Englands. Olivia gamla
gerði sitt bezta til að flýta sér, er við sigldum frá Havana, úr sótt-
hættunni, út á hið breiða blikandi haf. En gula sýkin gekk ekki
fram hjá okkur, þótt við gerðum okkur fagrar vonir um það. Einn
maður hafði óhlýðnast skipan minni, og farið í land, meðan við vor-
um í H'avana. Hefði eg vitað um landgöngu hans, myndi hann
aldrei hafa átt afturkvæmt á skipið. Eins og þið líklegast rennið
grun í, þá var þetta aðstoðar-vélstjórinn, — Shelby. Ef til vill var
það vínlöngunin, sem rak hann í land. Tveim dögum eftir að við
sigldum úr höfn, kom hann aftur í káetu til þess að fá meðul. Eg
veitti því eftirtekt, að hann var mjög óstyrkur og slagaði, er hann
gekk. Augu hans báru með sér sjúkdómsmerki. Eg sagði ekki
neitt, en bar þögulan kvíða í brjósti, að hér væri um alvarlega
veil.u að ræða. Næsta dag sá eg, að hann leit enn ver út, — en beið
samt átekta. Nóttina þar á eftir féklc eg vissu| um það, sem eg að
þessu hafði óljósan grun um. Eg var rétt nýlega genginn til
svefns, — þegar eg heyrði hávaða uppi á þilfari; hraðaði eg mér
því upp, kom; eg á þilfar rétt í tíma til að sjá nakinn mann henda
sér fyrir borð. Fáir voru á þilfari, að eins nokkrir þeirra, sem
vöku áttu á þessum tíma. En nú bergmáluðu um alt skipið orðin;
‘Maður fyrir borð!’ Vélarnar voru stöðvaðar. Báti var hleypt
niður, og björgunartilraun gjörð.
En því miður gekk ekki að losa bátinn. Alt, sem tilheyrði