Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1924, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.11.1924, Qupperneq 24
342 skipinu var úr lagi gengiö, og slík voru örlögin, aö sýnilegt var, aö ekki væri unt að fleyta bátnum nógu fljótt, svo að manninum yröi bjargaö á þann hátt. Við heyröum hróp hans, all-langt á eftir skipinu. “Herra skipstjóri!” Eg þekti aö þetta var rödd matreiðslu- mannsins. “Ókleift verður aö bjarga manninum á þennan hátt”; um leiö og hann slepti oröunum, hafði hann kastaö sér í sjóinn, og synti nú í áttina til hins ógæfusama manns. Matreiöslumaöurinn var ágætur sundmaður, þótt hann væri farinn aö eldast. Þaö leið ei nema örstutt stund frá því að hann varpaði sér útbyrðis, unz við heyrðum hróp hans, að hann hefði fundið Shelby. Loks hafði tek- ist að lækka skipsbátinn að sjávarfleti, komu bátsmenn brátt að Híram, þar sem hann tróð marvaðann, með Shelby meðvitundar- lausan í faðmi sér. Jafnframt því, sem hann hélt sér og byröi sinni á floti, varð hann að verjast árásum; hákarls, er sótti að þeim. “Það tók okkur ekki mjög lengi að vekja Shelby til meðvitund- ar aftur, en ókleift var að fá hann til að vera rólegan; hastaði eg þá á hann, um leið og eg sagði: ‘Shelby, fyrirverður þú þig ekki, að láta svona, eftir alt sem á undan er gengið?’ — ‘Shelby, hver er Shelby ?’ sagði maðurinn, sem veikin var nú að fá meiri og meiri tök á. ‘Eg heiti ekki Shelby, eg heiti Rowland Ellis, og er frá Mount Hermon, Kentucky.’ Og nú reyndi veiki maðurinn til að komast á fætur aftur, og sýnilega var það áform hans, að kasta sér fyrir borð; en Híram P. Ellis, hinn dökki mannvinur, hélt honum föstum í sterkum örmum sínum; en við mig sagði Híram: ‘Hann hefir gulu sýkina, herra skipstjóri.’ Og nú lyfti hann Shelby sem íbarni, og bar hann inn i sinn eigin svefnklefa. “Að því er Shelby snerti, þá gerðist þess ekki þörf að biðja um sjálfboða til þess að stunda hann. Til þess virtist Híram sjálf- kjörinn; enda kom hann til mín og beiddi leyfis aö mega gera það. Hann staðhæfði, að blökkumenn stæðu í engri sýkingarhættu af veikinni. Að eins beiddi hann þess, aö einhver liti eftir “Dickie”, litla söngfuglinum sínum. “Engnn okkar skipverja bjóst við að sjá Bill Shelby, eða hvað svo sem hann hét, lifa þetta af, — sumir höfðu þó óljósa von um það, sökum þess, að það lægi fyrir honum að verða hengdur. Eng- inn okkar kom nærri honum í þjáningum hans. Brytinn fór eftir fyrirskipunum lækningabókanna; skildi hann daglega meðul og vistir eftir utanvert við dyrnar á svefnklefa matreiðslumannsins, en það svefnhús stóð eitt sér á þilfarinu. Einu sinni þessa fyrstu daga, gekk eg fram hjá litla sjúkrahúsinu; þá heyrði eg rödd Hír- ams ;var það mjög' innileg bæn, sem hann var að færa drotni, bæn um vernd og bata og blessun Shelby til handa. Hann kom út við og við, ef aðrir voru hæfilega fjarri, staðnæmdist og sagöi okkur hvernig að sjúklingnum liði. Fyrsta daginn var það, ‘að hann væri mjög veikur.’ Næsta morgun: ‘Eg held að hann sé að draga akker-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.