Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Síða 25

Sameiningin - 01.11.1924, Síða 25
343 ,in.’ Svo liS.u nokkrir dagar af látlausri baráttu milli lífs og dauöa. L,oks var þaö einn morgun, aö Híram kom út á þilfariö, og hrópaði: ‘Guöi sé lof, honum er aö batna!’ Mjög grunaði mig, aö Shelby hafi komiö sér svo á skipinu, að enginn fagnaöi því, þótt hann næði aftur heilsu; sizt fanst okkur, aö Híram heföi ástæöu til þess. Það er gamalt máltæki, að ‘Ilt sé illgresi upp að ræta’, virtist okkur skip- verjum, sem það ætti heima um Mr. Shelby og afturfengna heilsu hans. Þegar aö við vorum meira en hálfnaðir á heimsiglingunni, var það, að Shelby, eftir alla varúð og hreinsun á honum sjálfum og því, sem honum tilheyrði, kom aftur í dagsljósið, og tók á ný pláss sitt meðal skipverja, sem einn af starfsmönnum skipsins. Skipið var nú á þvíi svæði, þar sem sífeldir kuldar og gaddhörkur geisuðu, gátum við því verið óhræddir og öruggir að því er sýking- arhættuna snerti. Veiklulegur og kinnfiskasoginn var Shelby. Fötin héngu utan á honum. Hann var að eins skuggi af fyrra út- liti sínu. Hírarn, að hinu leytinu, var sællegur og sí-glaður. Gleði sálar hans ljómaði úr hans eina auga, og ljómði upp hið dökka and- lit hans, líkt og stjarna á haustnæturhimni. Þrátt fyrir hina miklu breytingu ,sem orðið hafði á Shelby að ytra útliti, var þó breytingin að innra ásigkomulagi enn meiri. Þegar hann lagðist veikur í rúm- ið, var hann ótvírætt þrælmenni. Þegar hann komst til heilsu, var hann sannur heiðursmaður, drenglyndur og góður. Þetta kom fram i tali hans, sem nú var kurteist, en áður hafði verið afar-ljótt, jafn- vel fyrir sjómann. Breytingin kom einnig í ljós í allri fram- komu hans gagnvart öðrum mönnum. Þessu tóku skipverjar eftir, og höfðu Shelby í meiri hávegum en áður. En enginn var ánægðari en Híram. “Loks var hin langa sjóferð á enda. Það var síðustu nóttina áður en við komum til L-iverpool, að eg heyrði á samtal Shelby’s og Hírams. Eg heyrði, að Híram var að segja: ‘Jú, gerðu það fyrir mig, taktu við peningunum og farðu heim. Faðir þinn hefir lengi beðið þín. Og fögnuður hans við komu þína verður ósegjan- lega mikill, því að hann heimtir þig úr helju.’ “Næst talaði Shelby: ‘Híram, var það ekki eg, sem reyndi að stela frá þér, og síðar, að gera þig að þjóf. Er þaö ekki eg, sem hefi reynt að gera þér alt til skapraunar og skammar, síðan við kyntumst?’ — ‘Ekki að rifja upp, það sem guð hefir fyrirgefið þér,’ sagði Híram, ‘Þú átt ekkert með það. Þó það hefði verið þúsund sinnum meira, sem þú gerðir á hluta minn, þá hefði eg fúslega fyrir- gefið þér, föður þíns vegna. Gaf ekki faðir þinn mér frelsi mitt; mörgum árum áður en þú fæddist? Þú verður að lána peningana. Þú verður að fara heim.’ “Hálftíma síðar kom Híram og sótti peningana, er hann hafði í geymslu hjá mér. Eg sagði honnm, að eg hefði heyrt samtalið milli hans og Shelby. Ráðlagði eg honum, að kasta ekki peningum sínum í burtu, því þá yrði' hann athvarfslaus í elli sinni. Taldi eg

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.