Sameiningin - 01.11.1924, Page 27
345
HELREIÐIN.
Saga e;tir
SELMU LAGERLÖF.
Kjartan Helgason þýddi.
('NiSurlag'.)
“ÞaS sýöur; vatniS sýöur,” segir Una alt í einu og hrekkur viö,
-eins og hún sé hrædd. “Alt er tilbúiö. Nú veröur aö hrökkva eöa
stökkva. Nú er ekki til setu boöiö.”
Hún tekur krukku ofan af hillu og hellir úr henni möluöu kaffi
í ketilinn. Síöan tekur hún úr barmi sínum litla öskju með hvítu
dufti í, og steypir því líka í vatniö.
Davíö starir á hana, og vill ekki láta sér skiljast, hvað hér sé í
hrugggerö.
“Þú munt sanna þaö, Davíð, aö þetta hrífur,” segir hún, og
snýr sér viö, rétt eins og hún sæi hann. “Þetta dugar bæði börn-
unum og mér. Þú sérö það sjálfur, aö eg stenzt þetta ekki lengur,
aö hýrast hér og horfa á þau veslast upp. Eg vildi, að þú teföir nú
úti dálitla stund enn. Þá skal alt veröa urn götur gert, þegar þú
kemur heim, og þér verður aö ósk þinni.”
Nú heldur Davíð ekki kyrru fyrir lengur. Á þetta tal getur
hann ekki hlustað. Hann vindur sér að Grími.
“Grímur!” segir hann. “Guð hjálpi mér. Grímur, heyrirðu
ekki ?”
“Jú, Davíð minn,” segir Grímur. “Eg er til taks. Eg verð
hér að vinna, eins og þú veizt. Og eg svíkst ekki um.”
“En þú hefir víst ekki skilið hana, Grímur. Þaö er ekki hún
ein. Það eru börnin lí-ka. Hún ætlar að taka þau með sér.”
“Já, Davíð minn; hún ætlar að taka börnin þín með sér,” segir
Grímur.
“En hún má það ekki, enda er það óþarfi. Getur þú ekki sagt
henni, Grímur, að þaö sé óþarfi ?”
“Eg get ekki látið hana heyra til mín. Það er svo langt á
milli okkar,” segir Grímur.
“En geturðu ekki kallað á einhvern, Grímur, einhvern, sem
geti sagt henni, að þetta sé óþarfi?”
“Nú ertu nokkuð heimtufrekur, Davíö minn,” segir Grímur.
“Hvaða vald heldurðu aö eg hafi á lifandi mönnum?”
En Davíð er ekki af baki dottinn. Hann fellur á kné til fóta
Grími ,og segir: “Minstu þess, að þú varst fyrrum vinur minn og
góður félagi. Gerðu það fyrir mig, að afstýra þessu. Láttu ekki