Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 28
346 þau ósköp yfir mig dynja. BjargaSu lífi aumingja sakleysingj- anna.” Hann mænir upp á Grím og bíöur svars. En Grímur hristir höfuðiö og lætur engan bilbug á sér sjá. “Eg skal gera þér alt til geðs, sem eg get,” segir Davíð. “Eg neitaöi þér áðan um það, að verða eftirmaður þinn á Helreiðinni. Nú geng eg að því með ánægju, ef þú forðar mér við þessu. Þau eru svo ung, bæði tvö; og eg var rétt áðan að óska þess, að eg mætti lifa og koma þeim til manns. Og hún............, sérðu ekki, að hún er ekki með sjálfri sér nú i nótt? Hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Vertu miskunnsamur við hana.” Grímur bregður sér hvergi, og er ósveigjanlegur. Þá snýr Davíð sér frá honum og talar við sjálfan sig: “Eg á engan að. Eg veit ekki til hvers eg á að leita. Eg veit ekki, hvort eg á að biðja guð eða Krist. Eg er nýgræðingur hérna megin. Hver hefir valdið og máttinn? Getur enginn sagt mér, hvert eg á að snúa máli mínu? “Eg, allslaus auminginn, sekur og syndugur, eg bið þig, sem vald átt á lífi og dauða. Víst er eg ekki sá maður, að mér hæfi að ganga fram fyrir þig. Eg hefi brotið öll þín boð. Varpaðu mér út í hin yztu myrkur. Láttu mig glatast með húð og hári. Gerðu við mig, hvað sem þú vilt, en vægðu þessum þremur!” Hann þagnar, og hlustar. En hann heyrir ekkert svar. Hann heyrir ekki annað en það, sem konan er að tala við sjálfa sig: “Nú er það leyst upp. Nú er ekki annað eftir, en að láta það rjúka dálitla stund, og kólna.” Þá beygir Grímur sig niður að honum, yppir hettunni og horfir framan í hann, hýr og brosleitur. “Davíð minn,” segir hann. “Ef þér er þetta alhugað, þá veit eg ekki nema enn sé vegur til bjargar. Þú, og enginn annar, verður sjálfur að segja konunni þinni, að hún þurfi ekki þig að hræðast.” “En ekki get eg látið hana heyra til mín”, segir Davíð; “eða heldur þú að eg geti það ?” “Nei, ekki slílcur sem þú ert nú,” segir Grímur. “Þú verður að hverfa aftur til hans Davíðs, sem liggur á kirkjureitnum. Trevstirðu þér til þess?” Davíð brá í brún. Hann hrylti við mannlífinu. Honum fanst leggja af því drepandi óþef. Ef hann yrði aftur maður, mundi þá ekki allur vöxtur sálarinnar kyrkjast? Ef hann ætti sér nokkurrar gæfu von, þá fanst honum hún bíða sín hinu megin. En á einu augabragði var hann þó alráðinn og svaraði hyklaust: “Eg held nú það. Eg treysti mér til þess, ef eg má........... En eg hélt, að eg yrði að ........” “Já, þú hefir rétt að mæla,” segir Grímur, og yfirbragð hans er alt af að verða bjartara og bjartara. “Það er satt, þú yrðir að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.