Sameiningin - 01.11.1924, Page 29
347
vera ökumaSur DauSans þetta ár, ef enginn annar leysti þig af
hólmi.”
“Annar?” segir DavíS. “Hver mundi veröa til þess, aS leggja
sjálfan sig í sölurnar fyrir annan eins ræfil og mig?”
Grímur svarar: “Þú veizt það, DavíS, að til er maður, sem
alt af hefir harmað það, að hann leiddi þig afvega. Sá maður
kynni að vilja leysa þig af hóilni, i þakklætis skyni fyrir það, að
hann þarf ekki lengur að bera kvíðboga fyrir þér.” Og hann gaf
Davið engan tíma til að átta sig betur á þessu svari, laut að honum
og horfði framan í hann. En gleðin og góðvildin skein af augum
honum.
“Davíð, fornvinur minn,” segir hann. “Vertu nú eins góður og
þú getur. Eg bíð hér, þangað til þú kemur aftur. Þú hefir naum-
an tíma.”
“En heyrðu, Grímur,----------” Grímur vildi ekki heyra meira.
Hann gefur Davíð þessa herralegu 'bendingu, sem hann var búinn
að læra að hlýða, réttir úr sér og segir hátt og snjalt:
“Bandingi, hverf aftur, hverf aftur inn í fangelsi þitt.”
XII.
Davíð reis upp á olnboga og leit í kring um sig. Öll götuljós
voru slokknuð, en það hafði birt í lofti, og tunglið skein. Honum
var fullljóst, að hann lá kyrr á kirkjureitnum í bleikri sinunni und-
ir dökkum greinum linditrjánna.
Hann fór umsvifalaust að brölta á fætur. En hann var mátt-
laus eins og slytti, kaldur og stirður, með svima í höfði. Þó tókst
honum að fetanda upp og hann fór að staulast fram trjágöngin. En
honum lá við falli og hann varð að styðja sig við tré.
“Eg get þetta ekki,” hugsar hann. “Eg kemst ekki í tæka tíð;
það er engin leið að því.” Ekki bólaði á neinni grunsemd i huga
hans um það, að það kynni að vera hugarburður einn, sem fyrir
hann hafði borið. Hann mundi skýrt og ljóst alt, sem fyrir hafði
komið urn nóttina.
“Helreiðin bíður heima hjá mér,” hugsaði hann. “Eg verð að
flýta mér.”
Hann sleppir trénu, sem hann studdist við, og staulast áfram
nokkur spor. En hann er svo hræðilega óstyrkur, að hann dettur
á hnén, og er alveg ráðalaus.
Þá finnur hann eitthvað koma við ennið á sér. Hann vissi
ekki, hvort það var hönd, eða varir, eða ef til vill ekki annað en
lafið af einhverri undra-léttri flík. En hvað sem það var, þá var
það nóg til þess, að einhver sæla fór um hann allan. “Hún er kom-
in til mín aftur,” segir hann fagnandi. “Hún er nærri mér. Hún
hefir sífeit augastað á mér.”
Hann fórnaði höndum til himins, frá sér numinn af fögnuði.