Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 32
350 Meöan hann sat þarna og hristist af ekka, heyrir hann, að konan segir: “Er hann aö gráta ?’’ og var auðheyrt, að hana stór- furöaöi á því. Og skömmu síöar segir hún aftur: “Já, hann græt- iur.” Og hún gekk frá eldstónni og aö honum og var þó hik á henni. “Grætur þú, Daviö ?” segir hún við hann. Hann lítur á hana tárugum augunum og segir: “Eg ætla aö veröa betri maöur héöan í frá,” og hann beit á jaxlinn, svo aö ætla heföi mátt, aö hann væri reiður. “Eg ætla að veröa góður maöur, en enginn trúir mér til þess. Er ekki von, að eg gráti ?” “Sjáöu, Davíö; það var svo ótrúlegt,” segir hún, og virðist vera á báöum áttum. “En eg trúi þér. Fyrst þú grætur, þá trúi eg þér.” Og það var eins og hún vildi færa honum heim sanninn um þaö, aö hún tryöi honum, því að hún sest á gólfiö fyrir framan hann og leggur höfuðið á kné honum. Hún sat þar hljóð, en eftir litla stund fór hún að snökta líka. Hann hrekkur við, er hann heyrir það, og segir: “Grætur þú lika ?” “Eg má til,” segir hún. “Mér léttir ekki fyr en eg hefi grátið út hrygðina, sem inni fyrir er.” Þá finnur Davíö enn þá einu sinni strokið um enni sér. Það svalaði. Honum þornuðu tárin og hló hugur í hljóði. Hann hafði lokið fyrsta verkinu, sem beið hans á nýju braut- inni. Eftir var að hjálpa drengnum, sem bróöir hans hafði tekið ástfóstri við. Eftir var að sýna Mariu “systur”, og hennar líkum, að Jódís hafði ekki rent' alveg blint í sjóinn, þegar hún lagði hug á hann. Eftir var að reisa heimili sitt úr rústum. Eftir var, að fara meö skilaboð Öku-Grims til mannanna. Síðan, þegar þessu öllu væri lokið, þá myndi hann fá aö koma til hennar, sem hann þráði. Honum fanst hann vera orðinn eldri en alt, sem gamalt er. Hann var orðinn þolinmóður og auðsveipur eins og gömlum mönn- um er títt. Hann dirfðist einskis að vona né óska. Hann gerði ekkert annað en að spenna greipar og hafa yfir í hljóði nýársbæn Öku-Gríms: “Guð minn, láttu sál mína veröa fullvaxna, áður en sláttumað- urinn kemur.” E N D I R .

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.