Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 4
354 Jólakveðja frá séra Friðrik Hallgrímssyni. Ljúft er mér að senda þessa kveðju hinum mörgu vinum minum fyrir vestan haf. Eg minnist margra helgra stunda í kirkjunni í Ar- gyle, þegar kveikt hafði verið á jólaljósum og ungir og gamlir vorn komnir saman til þess að halda heilaga fceð- mgarhátíð frelsarans. Jafn óskiljanlegt var öllum, eldri sem yngri, undrið mikla, holdtekja Guðs eingéitins sonar. En allir fumdu til þess með fögnuði, að boðskapur jólanna er dýrlegur gleðiboðskapur og jólagjöf Guðs bezta gjöfin. Og bömin voru þar, öll sem komist gátu, prúðbúin og geislandi af gleði. Þetta var sú guðsþjónusta ársins, sem þeim var kærust; því það var stórt og fallegt jólatré í kirkjunni og þau fengu að koma fram og syngja jóla- sálmana sina. — Og nú eru mörg af þeim börnum orðin fulltíða menn og konur og koma með börnin sín litlu í kirkju til heilags jólafagnaðar. — Og eg mimnist ástúðarinnar í vinarbrosinu og hand- takinu fasta og einlæga hjá svo mörgum kærum vinum, sem eg gleymi aldrei. Það var mndœlt að halda jólahátíð með þeim og fá, að flytja þeim jólaboðskapinn í niafni Drottins. Og eg minnist jólafagnaðar á mörgum heimilum, þar sem ekkert var látið ógjört til að láta prestinn fýnna til þess, að liann var hjartanlega velkominn.—Það er inndælt að geyma minningu slíkra stwnda — og vita, að enn er vinarhugurinn hinn sami. Og eg minnist jólakveðjanna mörgu, sem komu úr öllum áttum frá vinum, sem eg liafði kynst á kirkjuþingum og við ýmiskonar kirkjulegt starf utan mins eigin prestaikalls. — Um þetta var eg að hugsa siðastliðin jól, þegar eg na/ut þess unaðar, að fá aftur að halda jólahátíð í Dóm- kirkjunni gömlu, þar sem eg var vanur að fagna jólunum þegar eg var barn og unglingur. Og eg fann þá til þess, að eg var auðugri fyrir þessar endurminningar um sam- vinnu í víngarði Drottins og vinatrygð frá árunum, sem eg dvaldi fyrir handan hafið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.