Sameiningin - 01.12.1926, Side 9
359
Jólin og jólin.
Eftir séra Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest.
Brá'Sum koma jólin. Þau lcoma inn í verzlunarbúðirnar, inn
á vinnustofur og heimili, þau gera vart viS sig hjá ritstjórum
blaöanna. Víða er um þau talaö, og jólanna ríkið er mikið. Jólin
koma á undan jólunum. Margir starfa svo mikiö fyrir jólin, að
þeir eru orðnir svo þreyttir, þegar jólin, hin sönnu jól, koma, að
þeir geta ekki notið hátíðarinnar, eins og skyldi.
Hve oft skyldi þetta litla orð “jól” standa í blööunum áður
en jólin koma? Hve oft sést þaö orð í búðargluggunum ? Þetta
orö er i sambandi við svo margt. Þarna er jólasýning og jólasala,
þar er hægt að kaupa jólagjafir! Þar er hægt aö fá jólatré og
jólaljós. Með mörgu móti er talaö um jólagleði.
Menn hlakka til jólanna. Þaö er margt fagurt og elskulegt
í þeirri tilhlökkun. Þá fær heimilisgleðin aö njóta sín og oft er
fa-gurt aö sjá, hvernig hjartað þá skipar hendinni, og hvernig
hendinni er ljúft að hlýða. Eitum ekki smáum augum á fagrar
heimilisvenjur, gleðjumst yfir innilegu samfélagi ástvina og blíöu
■barnsins brosi.
En gleymum því samt ekki, aö þaö er munur á jólum og jól-
unum. Það fer oft svo, að jólin loka dyrunum fyrir jólunum.
Hin ytri jól eru svo oft eins og fögur töframær í nýtizkubúningi.
En hin sönnu jól líkjast fátæklega klæddri móður, en móðirin
kann hina fögru jólalist, aö hugga og gleðja. Menn geta dáðst
að töfradísinni, en þegar til alvörunnar kemur, leitar barnið til
móðurinnar.
Látum oss ;þvi aldrei nægja hin ytri jól, hve töfrandi sem
fegurðin er. Það var ekki rúm í gistihúsinu, fyrir Maríu og
Jósef, og þá heldur ekki fyrir barnið, sem fæddist. Enn í dag
er dyrunum víða lokað fyrir íhinum sönnu jólum. En er þá rúm
í hjarta voru? Opnum vér dyr hjartans fyrir hinni sönnu jóla-
gleði? Getum vér iátiö oss nægja minna en jólinf Getum vér
verið án þeirrar gleði, sem heyrist í þessum orðum: Heilög jól
höldum í nafni Krists.
Eg hefi þekt allmikið til hinna ytri jóla. En þau nægja mér
ekki. Aftur veita jólin mér næga gleði, jólin i 2. kap. Lúkasar
guðspjalls. Þar eru jólin, sem eg vil bjóða velkomin. Þar er sú
jólaprédikun, sem eg vil hlusta á.
Það skal enn vera jólagleði mín að hlusta eftir hinum heilögu