Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 10

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 10
360 hljómum í hinni fyrstu jólaprédikun. Jólaengillinn prédikar og eg hlusta. Engillinn segir: “Verið óhrœddir.” Það er góö lcveöja: Eg þarfnast þessarar kveðju. ]>að er hið mikla sorgai*efni, hve margir eru á valdi óttans. En hvaða hjálp er í þvi fólgin, þó a*8 vér mennirnir segjum: VeriS óhræddir. Hvaða hjálp veitist sjúkum manni, þó að eg segi við hann, að hann þurfi ekki að hræ'Sast? En þegar eg get sannaS honum, að hjálpin verði veitt, þá eySist óttinn. En jietta er einmitt hin mikla jólagleði, aS hið himneska ávarp “verið óhræddir’* er rökstutt. Verið óhræddir, því sjá. Lítið upp, hræddu menn. Þér jiurfið ekki lengur aS standa hræddir í dimmunni. Þegar verið er að kveikja á jóla- trénu, eru hörnin oft látin híða inni í dimmu herbergi. Svo þeg- ar búið er að kveikja, er kallaö á þau, og úr dimmunni koma þau inn í ljósadýröina. Þetta er mynd af því, hvernig jólin eyða ótt- anum, hvernig þau dreifa burt dimmunni úr hjartanu. Guð vill hafa öll börn sín hjá sér, hann vill ekki, að þau séu úti í dimmu og kulda. Þessvegna sendir hann engil meö rökstudd skilaboð. Engillinn veit, að honum er óhætt að segja: VeriS óhræddir. Hann hefir þann boðskap að flyrtja, sem leyfir honum að tala meS myndugleika. “Eg boða yður mikinn fögnuð.” Þetta eru jólin. ÞaS þurfti einmitt mikrnn fögnuð til þess að reka burt mikinn ótta. Þess* þarf enyi. Nú er dimt i heimi. Margir kannast, eins og hirðarnir við erfiði næturvökunnar. Þeir kannast við vald syndar og sorgar, og þeir horfa á margar brotnar perlur. Þess'- vegna er dimt í hjarta. En nú mætir mikill fögnuður miklum ótta. Nú vermist hjarta mitt. Eg sé ljósin tendruð. En má eg vera inni í gleðisalnum? HvaS segir engillinn? “Eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum.” Þetta eru jól- in. Enginn er undan skilinn, engum er gleymt. Hin ytri jól eru ekki handa öllum, gleSi þeirra fá ekki allir notið. En hér er mikill fögnuður, sem er ætlaður öllum. Þetta er aöalstign kristin- dómsins, aö hann er handa öllum. Fagnaðarerindi Jesú Krists á þann mátt, að það getur hvorttveggja, molað hinn harða klett og reist við reyrinn brotna. Boðskapurinn er handa öllum. Enginn á svo mikla gleði, að hann hafi ráð á að fara á mis við hina mestu gleði, og enginn er svo aumlega staddur, að hann þurfi að koma aö lckuðum dyrum. Jólagleðin er ætluð öllum, hún er ætluð mér, sem rita þessi orð, og þér, sem nú ert að lesa þau. Er þetta mögulegt ? Er til svo víðtæk gleði ? Skyldi engill inn geta rökstutt þessi orð ? Já, hann f lytur oss sönnunina. Hann talar ekki út í bláinn, hann sannar sitt mál.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.