Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1926, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.12.1926, Qupperneq 13
363 Lcífinu má því likja viö hring. Eftir þeim Ihring feröast maður, en það er ekki hringur á jafnsléttu, ’heldur sí hækkandi hringur, svo aö þegar maöurinn er kominn á stöðvarnar, þar sem hann hóf jar'ðneska göngu sina, er hann á hærra sviði. í góöri sálu glatast bamslundin aldrei. Dæmisögu Jesú um pundin má með réttu heimfæra upp á hvern einasta mann. Vér skulum hugsa oss pundin, sem einkenni góös manns'. Þau ein- kenni geta varðveizt í gegnum alt lífsstríðið. 1 steikjandi sól- skini, dynjandi regni, norðan kylju, í niðamyi'kri, á björtum miö- degi og kvöldi æfinnar, geymast pundin og geta ávaxtast. Eitt þeima er barnseðlið. Segjum nú aö barnslundin tákni opin augu, opin eyru, opinn munn, opna sál, til aö taka á móti sannleikanum, og viðkvæmnina, sem hallar sér upp aö föður eða móöur-brjósti. Eögnuöurinn hjá börnunum við það að taka á móti, tailca á móti tíöindum, taka á móti gjöfum, taka á móti ástriki er svo laus viö allan hinn málaða hégóma fullorðins aldursins, aö þaö er ekki einungis sálin, sem gleðst, heldur gagntekur fögnuðurinn hverja taug i sál og líkama. ÖHum getur þó skilist, aö það er ekki gott að glata barns'- lundinni, að það einkenni getur varðveizt alla æfi og aö þaö getur þroskast viö hiö ýmsa, sem vér reynum á lífsleiðinni, við fram- sókn vora; er vér leitum sannleikans, viö atorku og skyldurækni í störfum, við þaö að athuga með samúð mannlífið umhverfis oss og umifram alt með því að hungra og ])yrsta eftir réttlæti Drottins eins og þaö er opinberað í heilögu orði hans. Að vera blíður eins og bam, glaður eins og barn, aö leika sér eins og barn, — hafiö þér ekki heyrt þau orðatiltæki — og ekki ætíð um þá aumustu? “Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þrá- ir sál min þig, ó guð. Sál mína þyrstir eftir Guöi, hinurn lifandi Guði.” ("Sálm. 42 :i, 2.) Það er barnseölið í fullorðins ára reynslunni hjá sálma- skáldi ísraelsmanna, sem þannig talar. Fögnuðurinn, sem fyllir sálir sumra, eins og þegar morgun- inn gyllir láö, yfir einu “eilífðarsmáblómi meö titrandi tár, s'em til'biður Guö sinn og deyr’i; yfir hrimi i skógi, þegar sólin gjörir þaö aö demöntum; yfir fögru kvæöi; yfir hreinni hjartagæðsku mannanna; yfir hinu eilífa guðseðli í kærleiksfórn Jesú Krists, þar er barnslundin að göfgast og þroskast viö hiö ýmsa, sem lífið færir oss. Hver hefir þá glataö barnslundinni? Sá sem ekki getur leik- ið sér. Sá sem lokað hefir sál sinni fyrir fögnuöi fegurðarinnar á lífsleiðinni. Sá sem hefir gjört lífsstarf sitt aö fangelsi, þar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.