Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 14

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 14
364 sem margvísleg öfl seiða og kvelja, en saklausa gleði skortir. Sá sem þykist svo mikill spekingur, að hann kveður sig neyddan til að staðhæfa: “Trú er hjátrú, heimur töfraspil, hirninn, Guð og sál er ekki til.” Eg er ekki að biðja neinn að hætta að horfa til himins, að lyfta augum sínum til fjalla afreksverkanna, fjalla framsóknar- innar, f jalla þroskans', en eg er að benda hér á að göfugustu menn mannkynsins hafa gjört það og þó ekki glatað bamslundinni. Rétt framsókn örfar barnslegan fögnuö við það að finna. Það var ekki þroskalaus maður né sá er linlega hafði sótt fram í iheimi hugsananna, sem sagði: “Ljá mér, fá mér litla-fingur þinn, ljúfa smábarn, hvar er -frelsarinn? fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu og sjá! Lát mig horfa á litlu kertin þín, ljósin gömlu sé eg þarna mín! Eg er aftur jólaborðin við, eg á enn minn gamla sálarfrið!” Getum viö ekki öll með góðskáldinu horfið til baka og minst þeirra stunda þegar við vorum börn. Eg er horfinn heim í sveit á íslandi. Bærinn er bygður úr torfi og grjóti, á sumrin sprettur gras á þekjum. Gluggar eru litlir í samanburði við1 glugga hér. N'ú er alt þakið snjó. Drengur er á ferð á aSfangadag aS líta eftir kindum. Nú nálgast óðum hin heilaga stund, þvi kl. 6 byrja jólin. Þá er heilagt um alla jörS. í margar vikur er hann búinn að hlakka til þessarar stund- ar. Þó á hann hvorki von á jólatré né stórgjöfum. Má vera, að honum hafi verið gefnir nýir sokkar til að fara í þegar (hann fer í sparifötin sin, til þess aS búa sig i samræmi við jólin. Nú er alt til reiðu, störfunum lokið, fólkiS alt jólabúiið. Drengurinn ásamt systkinum hans, hefir fengiS kerti. Nú er bjart í baðstofunni, bjart af olíulampa og -kertaljósum. Nú er hin þráða, heilaga stund upprunnin. Hver situr meö ihátíðamat sinn á rúmi sínu, SíSan er lesinn húslestur og sungnir sálmar. Svo skemta menn sér á ýmsa vegu. Þegar (höfuð drengsins hnígur á koddann, er hjartaö fult af sælu yfir þessum dýrðlegu jólum. Hver á sínar eigin endurminningar um jól frá barnsskeiSinu. Má vera þar sé lítið barn sem starir á jólatré. Aldrei fanst því tíminn myndi líða, líða þangaS til það fengi að sjá jólatréö. Engin sjón á j-örðu gat veriS eins fögur og jólatré. Ög jóliri

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.