Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 16

Sameiningin - 01.12.1926, Síða 16
366 Minna á heiðan 'himin og tindrandi stjörnur, sem segja frá dýrð Drottins; Minna á söng himneskra engla er sögðu frá saklausu litlu barni og sungu: Dýrð sé Guði í upphæSum, friður á jörðu og veljoóknan yfir mönnunum; Minna á föðurkærleikann eilífa, sem elskaði heiminn svo, aö hann gaf sinn eingetinn son til þess' að hver, sem á hann trúir, ekki skyldi, “glatast, heldur eignast eilíft líf Minna á ást jarSneskrar móSur, er lífiS hennar hvílir við brjóstiS. Minna á það? aS himinn og hauður mætast, að Guð-maður er í heiminn borinn, sá sem flytur guðdóminn næst mannkyninu og mannkynið næst guðdóminumi; Minna á það, að í upphafi sagði Guð verði ljós, þegar hin sýnilega tilvera hófst og að Guð sagði aftur: Verði ljós, jóla- ljósið, til þess að lýsa upp mannheim allan og flytja eilífa sálu- hjálp sérhverju barni jarðar. Eða, eins og sálmaskáldið segir íþaS: “Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, inndæl pílagríms æfigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. KynslóSir koma, kynslóðir fara, allar sömu æfigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagiS við pílagrímsins gleðisöng. Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar, unaössöng, er aldrei þver, friður á foldu, fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er.” Til að minna á ihann, eiga sérhver jól að vera haldin, án hans er jólatré aðeins visin rós. Þegar Jesús Kristur vildi kenna lærisveinum sínum réttan hugsunarhátt um guðsríki, setti hann barn mitt á meðal þeirra. Með því er bent á hjartað í sönnum jólafögnuði. Niðurstaöa hugleiðinga vorra hlýtur því að verða bæn um þá jólagleöi til handa öllum mönnum, sem hreinust er hjá sak- lausu barni og þroskuðust er ihjá spekingnmn, sem ekki hefir glat- að barnshjartanu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.