Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1926, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.12.1926, Qupperneq 19
369 Ef vér gerSum oss að venju aS hafa yfir einhverja þessu líka trúarjátning daglega, sérstaklega á morgnana, áður en áhyygju- efni dagsins steypast inn á hugann og ókyrra sálina, mundi þaS mörgum af oss holl æfing, og hún mundi hjálpa oss til að hægja áhyggjunum hurt. “Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka.” Heima Eftir séra Þorstein Briem. Eg minnist langferöar, sem eg fór eitt sinn sxðla sumars, fyr- ir mörgum árum. Eg haföi ferðast um grösugar bygðir, og gróöurlitlar heiöar. Eg hafði ferðast í sólskini og séö margt fagurt. Eg haföi og verið á ferð í dimmviðri, þegar fegurðin var mér hulin. Minnisstæöust er mér feröin yfir Vatnsskarð. Þaðan er ein hin fegursta útsýn, sem skáldin hafa svo fagurlega um kveðiB. En nú var sú útsýn hul- in.' Náttmyrkriö og niðdimm þolca var svo svört, að vart sá fótmál, Þegar eg kom austur á hrúnina, þar sem sér ofan í Skagafjörðinn, beygði eg út af veginum, til þess að komast beina leið, yfir mela og sund, heim til foreldra minna En svo mikið, var myrkrið og þokan, aö eg varð að fara af baki til aö finna göt- ur og troðninga, þar sem eg átti þeirra von. “Hvernig ferðu að i‘ata þetta ?” sagði sá sem með mér var. Þaö var mér næsta auð- velt. Eg var kominn á æskustöðvar mínar, á þær slóðir, sem eg hafði svo oft farið heim til mín, hugglaöur á skólaárunum, þó allmörg ár væru síðan. Á einum melnum kom mér í hug hvernig eg mundi hafa far- iö að, ef eg væri ekki viss' um að vera á réttri leið. Eg mundi þá ríða upp í sundið fyrir ofan rnelinn. Þar vissi eg að átti að vaxa ljósblá fjallastör. Ef eg fyndi hana, með hendinnþ þá væri eg á réttri leið. Á löngum kafla var ekkert til að átta sig á. En í myrkrinu komst eg þó heim til fööur míns. Þegar eg vaknaði morguninn eftir skein sólin inn um glugg- ann. Og þá sá eg fegurðina, sem áöur var hulin. Eg sá sveit- ina rnína. Eg sá fjöllin blá fyrir handan héraöiö. Eg sá Drangey rísa úr hafi. Eg sá árnar kvíslast og liðast eins og silfurfestar um láglendið, og eg sá “Mælihnjúkinn himinháa” gnæfa sólroð-< inn í hásuðri. ÖH sú fegurö var mér hulin í þokunni um nóttina. Vér erum öll á ferð, og fyrir mörgum verður lífið langferð.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.