Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1926, Side 23

Sameiningin - 01.12.1926, Side 23
373 Hugvekja. Eftir prófessor Sig. P. Sívertsen. Jesús sagSi: “Bf nokkurn þyrstir, þá komi hann t>il mín og drekki!” (Jóh. J, 37) Þorstinn er mynd þrárinnar, þes's, er rnenn óska sér og vilja a5 verSi. Þaö er margt sem menn -þrá, því að mennirnir eru næsta ó- líkir og aðstööur-þeirra margvfelegar. Svo hefir það veriö, svo er þaö, og svo mun þaö veröa. ÞaS væri erfitt verk og ógerlegt, að telja upp alt þaS, sem mannlegt 'hjarta getur þráS. En þránum má þó skifta i tvent. Annars vegar eru þrár; sem Ihlynna vilja aS hinu lægra og ógöf- ugra í eSli mannsins, en hins vegar eru þrár, sem stefna aö efling alls þess, se-m g-ott er og göfugt, fagurt og fullko-miö. Göfugas-ta þrá mannssálarinnar er þráin eftir GuSi og samfé- Iagi viö GuS. Vér eigum undurfagra og afargamla lýsingu af þeirri þrá í einum af sálmum Ga-mla testam-entisins, sem talinn er orktur fyrir nálega 25 öldum. Þar stendur: Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir srál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guöi, hium lifanda Guði fSálm. 42, 2). — Vér eigum líka undur- fögur ummæli um þessa þrá, guðsþrána, eftir Ágústínus kirkju- föður. Hann lofar GuS og segir: “Unaöslegt er aS tigna þig, þar eö þú hefir skapaö -oss til samfélags viö þig, og hjarta vort er ó- rótt, unz þaS fær hvíld hjá þér.” Enga þrá þekkjum vér æöri en þessa, þrána eftir aS fá að hvíla 1 faömi hins eilífa kærleika. Þeirri þrá -er nátengd þráin eftir aö gera vilja Guös og verSa á þann hátt samverkamaSur hans öSrum til heilla og bles’sunar. “Uppfylt ósk er sálunni sæt,” stendur í Oröskviöum Gamla testamentisins (13, 19.). Þaö á í fylsta máta ViS um æðstu þrána. En þaö er einmitt sú æSsta þrá, sem Jesús býöst til aö fullnægja. Það má öllum vera vitanlegt, aS ekki væri til neins aS fara til Jesú Krists til þess að fá leiðbeiningu eða hjálp til að hlynna aS hinu óæSra -og ógöfugra í eðli sínu, til þess aö fá lægri hvötum fullnægt. ÞaS veröur aö fara annað til þess' aS fullnægja þeim þrám. — Það er göfugasta þrá mannshjartans', sem J-esús b-ýSst til að fullnægja. Allir þeir mega koma til hans, sem þyrstir eft- ir lifanda GuSi, samfélagi viS hann, áhrifum frá honum, krafti frá hæðum, styrk og hjálp til trúarlegs og siSferSisle-gs þroska.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.