Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1926, Side 24

Sameiningin - 01.12.1926, Side 24
374 Hjá Jesú er svölun aS fá, fylstu svölun sem unt er að öölast. ÞaS er reynsla lærisveina hans á öllum tímum. Sú reynsla hróp- ar til þín og segir: “Komdu tíl Jesú og þigg svölun sálu þinni, hvíld hjarta þínu.” Þú þráir að þekkja œðstu veruna. Þú finnur, aS þaÖ er mik- ilsvert fyrir þig, að geta gert þér hugmynd um, hvernig sjálfur GuS sé innrættur. — Lærisveinar Jesú um aldaraöir hrópa til þín: “Komdu til hans og lærSu af honum, bæði af kenningu hans um himneska föðurinn og af lífi hans ■— hans, sem var ímynd föður- ins'. Þar fengum vér svölun í leit v'orri, þrá vorri fullnægt. Ger þú hiS sama.” Þú þráir að lærá aö líta rétt á heiminn, sem þú lifir í. Þú finnur, hve ólíkt menn líta á heimsgæðin, einnig á þaö hvað mest sé um vert í heiminum, og hvað verst sé og hættulegast. Þú heyrir menn deila um þessi efni, og þú sér hve líf manna bendir á ólíkar skoðanir á þeim. Þú þráir úrlausn þessara mála. — Aftur hróp- ar reynslan til þín, fyrir munn ótal lærisveina Jesú, og segir: “Komdu til Jesú og fáðu þessari þekkingarþrá þinni fullnægt. Af honuni Iærðum vér, að heimsgœðin eru gjafir frá Guði, sem hann felur mönnunum að vera ráðsmenn yfir; að þau hafa ekkert var- anlegt gildi; þess vegna má enginn binda hjarta sitt við þau,; þau hafa aðeins gildi fyrir þann, sem notar þau rétt, sem meðal að æðra markmiði, sjálfum sér og öðrum til þroska og blessunar. Hann kendi oss, að syndin væri verst í heimi og leiðin til þess að týna sjálfum sér5 — en mestur í heimi væri kœrleikurinn, þaS væri leiðin til lífsins, að elska Guð af öllu hjarta og náungan eins og sjálfan sig.” Þú þráir ennfremur að læra aö þekkja sjálfan þig, að þekkja gildi þitt í GuSs augum, hlutverk þitt íhér í heimi, hvemig þú eigir aö líta á lífskjör þin hér á jörðu og afdrif þín eftir dauðann. — Enn er sama svarið frá lærisveinum Jesú um aldaraSir. Þeir segja einróma: “Af honum lærðum vér að skilja, að mannssálin, hver einasti maður, hefir ómetanlegt gildi í augum Guðs, og að hann vill ekki að neinn glatist, heldur að allir eignist eilíft líf- Af Jesú lærðum vér að skylda vor væri, að ávaxta með trúmensku það pund, sem oss var gefið, og líta á lífskjör vor sem tækifæri til að auðgast að andlegri reynslu, og meðöl til þess að safna and- legum fjársjóðum, er gætu fylgt oss' út yfir gröf og dauða, og gert oss 'hæfa til hlutdeildar í náSargæðum himneska föðurins í eilífu bústööunum.” Eitt er ])að enn, sem þú sennilega þráir heitast af öllu. Það er hv'úd og kraftur. Þér nægir ekki þekkingin ein; fagrar hug-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.