Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1926, Side 29

Sameiningin - 01.12.1926, Side 29
379 Girðingin Nábúi minn er prófessor í mentaskóla fremur lítilsigldum. Eg fer ekki vilt um launin hans, en þó 'hefir hann efni á aÖ reisa skíögarS utan um bernsku barnanna sinna til varnar viS öllu tjóni. Og börnin sjálf eru að hjálpa honum. Það er stauragirðing, í góöu samræmi viS húskassa-skriflið, sem hún umkringir; og í gær var öllum hópnum fylkt við varnarvirki þetta og átti að mála það hvítt. Þar voru málkrúsir fjórar og fjórir burstar í takinu. Yngsta bamiS, ofurlítill drenghno'kki, varð afturreka, því að burstarnir voru ekki nógu margir; en hann sætti sig við að hræra i málkrukku föður síns meö flís úr þakspæni. Svo lengi sem girðingin blasir við augum þessara barna, þá getur ekkert þeirra gleymt þeim heita júní-degi, þegar þau hjálp- uðu föður sínurn til að koma hvítu rnáli á staurana: kátinan; kepnin við aS beita burstunum sem hraSast og fimlegast; rjóma- tslikj an á hvítu málinu, þegar þaS var hrært upp; þokkaleg ter-pen- tínu-lyktin; ilmur rósanna, sem glóðu á vörmum grassverSinum. þar sem runnarnir lágu á meSan girðingin var prýdd; aSfinslur föSursins, mildaðar með hlátri; lofsorSið, sem þau sóttust öll eft- ir; ofboðsvipurinn á andliti móðurinnar, þegar hópurinn ruddist inn meS klístraSa kolla — ekkert af þessu getur gleymst. Það gekk ekki þegjandi og hljóSalaust af að skúra málið úr hárlokk- unum; en þó mátti sín meira hláturinn yfir því aS hafa orSið hvít- ur fyrir hærum á einni morgunstund. Síðan stendur girSingin útmáluð i fernum hugskotum og verður þar aldrei upplituS. Jafnvel þótt hvátan máist af staurun- um og kollar þessir ihærist í sannleika, kátínulaust, þá er öllu borgið um þau fjögur börn, sem lögSu hönd á að rnála skíSgarö- inn. Þvi að hvar eöa 'hvernig sem þau hrekjast síðar meir, þá ligg- ur æskan þeirra óhult við akkeri. , Þýtt úr New Republic. Frá ritstjórninni. Oss er Ijúft að þakka þeim öllum, sem lagt hafa til efni í jólablað þetta, bœði þeim, sem hér í landi eru bú- settir og þeim, sem búsettir eru á Islandi. Það er nýjung að í sama blaði, hér vestur í Ameríku, birtast greinar frá ekki fœrri tín sjö mikilhœfustu leiðtogum kirkjunnar á ís- landi, er sendu oss greinir þessar, ásamt vinsamlegum kveðjum og góðum óskum til íslenzku kirkjun\nar hér i

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.