Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1920, Page 3

Sameiningin - 01.06.1920, Page 3
163 að skila tillögum um sunnudagsskólamál og aðstöðu kirkjufélagsins gagnvart The National Lutheran Council. Er þetta sagt væntanlegri dagskrárnefnd þingsins til leiðbeiningar. Minna vil eg þingið enn fremur á grund- vallarlaga-breytingar þær, er liggja fyrir frá síðasta þingi (sjá GjörSabók 1919, bls. 27 og 28). Sökum veikinda gat annar yfirskoSunarmaður kirkju- félagsins, br. Tb. E. Thorsteinsson, ekki unnið verk sitt, og skipaði eg því í lians stað hr. Jolm J. Svanson til þess að yfirskoða reikningana ásamt hr. F. Thordarsyni, hin- um yfirskoSunarmanninum, sem kosinn var á kirkju- þingi í fyrra. Árin síSustu hafa á margan hátt veriS sögurík í kristinni kirkju. Nú eftir heimsstríSiS mikla, hefir mannkyninu fundist, aS það eigi sérstaka heimting á því, aS kirkjan geri sér reikningsskil. Þetta hefir vakið kirkj- una víSa og valdiS mörgum nýjum hreyfingum innan kirkjunnar. Þau áhrif hefir og ábyrgSar-meSvitundin nýja haft á kirkjuna, að hún leitast nú viS um fram alt, að draga saman fylkingar sínar, safna liði sínu saman í þéttskipaðar deildir. Hjá Mótmælendum eru kirkju- deildirnar hvarvetna að sameinast. Svo langt gengur jafnvel, að istór hreyfing er hafin í þá átt að sameina alla mótmælendur í eina heild. Lúterska kirkjan hefir tekið mjög miklum stakkaskiftum á isíðustu árum. Hér í Ameríku hafa þau tíðindi gerst í lúterskri kirkju, sem fáir myndu trúað hafa fyrir fáum árum. Deildirnar mörgu hafa ýmist algjörlega sameinast eða gert sam- bönd sín á milli. Auðvitað nær þetta ekki til ÞjóSverj- anna í Missouri-sýnódunnni, sem enn eru jafn stirSir og steinrunnir sem áSur. Fundir þeir, sem leiðtogar lút- ersku kirkjunnar hafa átt með -sér síSastl. vetur, bera þess vott, hversu mikil breyting orðin er á hugsunarhætti þeirra, og hversu auka-atriði trúarinnar, sem áður höfðu veriS til sundrungar, 'hafa nú verið látin víkja fyrir sam- eiginlegu meginmáli. Ljósast-ur vottur um þetta eru grundvallar-greinir þær til sameiningar kristinni kirkju, sem ræddar voru á fundi, er lúterskir guðfræSingar áttu meS sér í Ohicago í vetur leið. Greinarnar höfðu samið þeir dr. Knubel, forseti Sameinuðu kirkjunnar lútersku,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.