Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1920, Síða 7

Sameiningin - 01.06.1920, Síða 7
167 frelsara sinn um endurfæðing þess alls, sexn er inndælt, satt og gott. En nóttin er ekki ávalt Ijúf og blíð. Miklu oftar er hún ömurleg og köld. Hún legst þá með heljarþunga á herðar máttlítils mannsins og beygir hann niður. Það er eins og lífsþróttur mannsins þverri og maður finni geig í brjósti, þegar nóttin skellur, dimm og köld, á veg- farandann. “Stígur myrkur á grund, hnígur miðsvetrar-sól, Grimmleg myrkrún á fönnunum hlær, Og í dynjandi hríð kveður draugaleg ljóð Rómi dimmum hinn ískaldi blær.” Myrkrið er ímynd hins illa, og nóttin minnir oft á mót- læti lífsins. Það er sagt, að sá lendi í myrkur, sem sorg- in og sársaukinn taka til fósturs. Það er talað um and- vökurnar sem sárustu þjáning sorgmæddra manna. “ Veit eg einn, sem vakir og verður ei rótt um svartdimma, sárlanga, svefnlausa nótt.” Þegar nóttin kemur í mynd mótlætisins, er hún samt sem heilagt náðarmeðal frá Guði, komin til þess að knýja oss þangað, sem logar hið eina lífsins Ijós, sem er Jesús Kristur. Kvörtum því ekki né æðrumst, þá nóttin kem- ur yfir oss. Ef vér þá leitum til Jesú, verður nóttin oss til blessunar. Nóttin er margvísleg, mótlætið með ýmsum hætti. Eg tel ekki í þessu sambandi þá nótt, sem maðurinn sjálf- ur skapar sér með illum lifnaði og syndum sínum. Synda- myrkrið er aldrei heilög nótt né náðarmeðal, ]iótt Guð sendi oft nótt sorga og sársauka inn í myrkrið til synd- arans til þess að knýja hann til að leita aftur heim til föðurhúsa, eins og frelsarinn segir frá svo dásamlega í sögunni af týnda syninum. En nú ræðum vér um nóttina, sem mótlæti það, er manni ber að höndum án tilverkn- aðar mannsins sjálfs. Mótlætið er einhver stærsta ráð- gáta lífsins. Sá er manna spakastur, sem bezt kann að færa sér mótlætið í nyt. Og víst er það, að sá líður mörg- um meir, sem þó er mörgum betri maður.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.