Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1920, Page 9

Sameiningin - 01.06.1920, Page 9
169 um bíSur frelsarinn eftir oss og vér getum leitað til hans eins og Nikódemus. Nótt sorgarinnar er dimm. Aumur er sá, sem ekki finnur þá frelsara sinn. Hún getur verið margvísleg, sorgin. Sii er flestum kunnug, sem stafar af ástvina- missi. Það verður svo ömurlega dimt, þegar augnaljós ástvina vorra slokkna fyrir köldum gusti dauðans. Það er rétt nefnd nótt í lijarta manns, þegar barnið manns deyr, eða þegar sigð dauðans sker sundur bandið, sem elskandi hjónin bundu saman, eða þegar bezti vinurinn er tekinn frá manni. Það verður þá svo dimt, að marg- ur getur sagt með skáldiriu: “Og lífið sjálft er orðið eins og skarið, Og eg sé varla handa minna skil. ’ ’ En “nóttin gerir stjörnurnar sýnilegar”, og þegar myrkrið er mest, skín skærast morgunstjarnan bjarta, Jesús Kristur. Nóttin verður syrgjandanum náðarmeð- al. Hann gengur út undir himinn Gruðs, og þó hann ekk- ert sjái í bráð vegna táranna, heyrir hann þó blíða rödd, sem er að taka undir við andvörp hjartans, og von bráð- ar st-endur hann frammi fyrir Jesú, sem verið hefir að bíða eftir honum. Frelsarinn leggur hönd sína á höfuð grátandans og talar orð eilífrar huggunar: “Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist — Minn frið gef eg yður — í húsi föður míns eru mörg híbýli — Eg lifi og þér mun- uð lifa — 1 dag skalt þú vera með mér í paradís — Með- takið þér heilagan anda” Og þá ljómar blessað ljós frá Guði inn í sálina grátandi: “Mér himneskt ljós í lijarta skín 1 hvert sinn, er eg græt, Því Drottinn telur tárin mín, Eg trúi og huggast læt.’’ Eða er það fátæktarbölið, sem mæðir? Eru litlu munnarnir barnanna svangir? Eru klæðin lítil og snjáð? Ætlar þreytan að yfirbuga mann, þar sem maður vinnur baki brotnu og vill alt þola vegna ástvinanna, að þeir hafi föt og' fæði, hús og hlýindi Flestir dagar erfiðis-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.