Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1920, Side 22

Sameiningin - 01.06.1920, Side 22
182 “Gaman og alvara.” Nokkur hluti af rœðu, sem flutt var á samkomu Jóns Bjarnasonar skóla fyrir nokkrum árum. pað var nafn á íslenzkri bók, sem gefin var út af Magnúsi stiftamtmanni Stephensen snemma á 19. öld. pað var ein hin fyrsta bók, er eg kyntist, þó langt sé nú orðið síðan eg hefi séð hana. Var hún setluð alþýðu á Islandi og bar nafn með rentu, því þar var ýmislegt spaugsamt og margt fræðandi. En það er að eins nafnið á þessari bók, sem eg er að hugsa um í kvöld, og það nafn táknar einmitt vel það sem eg vildi segja. pótt til skóla sé stofnað í einum hinum alvarlegasta til- gangi, sem hugsast getur,, hefir þó gamansemin ætíð verið all- stór þáttur í öllu skólalífi, sérstaklega hinu æðra. AS minsta kosti hygg eg, að allsendis ómögulegt sé að skygnast inn í r.okkurt skólalíf í Norðurálfunni eða Ameríku, á fyrri eða síð- ari öldum, svo að ekki finnist þar meira eða minna af gamni. pað virðist vera sálarfræðislegt lögmál, að fjör og fyndni skuli ætíð vera samfara öllu skólalífi; en þetta kátínu-afl er svipað eldinum, sem er einn hinn bezti þjónn, sem hugsast getur, en einn hinn skelfilegasti húsbóndi, sem unt er að nefna. Kát- ínan í skólalífinu er dýrmæt, meðan við hana er ráðið af þeim sjálfum, sem kátir eru, en þegar beizlið vantar, verður hún að siðspilling og fátt er stærra böl fyrir nokkra þjóð en það, að skólalif hennar sé eitrað af siðspilling. Hið enska skólalíf þrengir sér að oss hér á allar hliðar. Undir áhrifum þess er öll hin yngri kynslóð vor. Með þau á- hrif og með þær hugmyndir kemur hið unga fólk vort inn í Jóns Bjarnasonar skóla. Gegnsýrðir af því mentalífi, að all- miklu leyti, erum vér kennararnir sjálfir, og jafnvel sízt má gleyma því, að hugmyndir hins enska skólalífs þrengja sér inn á hin íslenzku iheimili. Hvað mikið íslenzkir foreldrar berast þar með straumnum, er ekki gagnrýnt, en það er víst, að áhrif hins enska skólalífs eru víðtæk. Hvernig er þá hinu enska skólalífi farið? Um barna- skólana ræði eg ekki í þetta sinn, heldur að eins um hið æðra skólalíf. Með sanni verður sagt um það, að það er heiibrigð- ara en það er í mörgum öðrum löndum, og það er jafnvel undra- vert, hve fá eru þar bein merki þess, sem vanalega er kallað siðspilling. Samt hefi eg ýmislegt að athuga við skólalífiS, eins og það hefir komið mér fyrir sjónir í hinum æðri skólum hér í bænum; ;en til þess menn dæmi ekki rangt um það, er

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.