Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.06.1920, Blaðsíða 23
183 nauðsynlegt að gjöra sér grein fyrir einum mun á hinni ensku og hinni íslenzku þjóð. Vér erum miklu þunglyndari en þeir. peir eru miklu fjörugri og fyndnari en vér. Má iþá vera að það, sem oss kann að sýnast galli á hérlendu skólalífi, sé að eins afleiðing af voru eigin þunglyndi. Má vera; en erfitt ætti eg að varpa frá mér þeirri sannfæring, að hin íslenzka al- vara sé eitt af ihinum gullvægustu einkennum, sem vér eigum, og að fátt gætum vér lagt í hinn sameiginlega sjóð þessarar þjóðar verðmætara, en einmitt þetta einkenni, ilyna íslenzku alvöru. í hinu enska skólalífi hér í bæ verður gamanið stundum grátt, fjörið og fyndnin að léttúð. pegar mentað fólk gengur í fylkingum um opinber stræti á náttskyrtum, þegar það safn- ast saman til að brjóta glugga og gjöra önnur spellvirki á hús- um og húsbúnaði, þegar 'það notar guðsþjónustutímana í skól- unum til að fremja strákapör, þegar bæði karlmenn og kven- fólk misþyrma svo nýjum nemendum, sem eru að koma í skól- ann, að það liggur rúmfast daginn á eftir, þegar það sýnir lotn- ingarleysi gagnvart hinu guðlega, og margt annað fleira af sama tagi, skilst mér, að of langt sé farið og að vér höfum á- stæðu til að líta í kring um oss og leitast við að láta þetta ekki komast inn í Jóns Bjarnasonar skóla. Á hinn bóginn megum vér vara oss á því, að amast við sak- lausri gleði unga fólksins, hvort heldur það er í skóla eða ann- ars staðar. Og samkvæmt því, sem að framan er tekið fram, má búast við sérstaklega miklu gleðilífi í sambandi við skóla vorn. Sé það alt smekklegt og saklaust, er það til góðs. pað er enginn efi á því, að gleði og gaman, fyndni og fjör, geta átt mikinn þátt í þivá að þroska manninn andlega; þau skerpa fljóta hugsun, örfa eftirtekt, sýna ýmislegan samanburð og efla vakandi sálarMf. Hið glaða líf innan hóflegra takmarka getur því verið mikilvægur þáttur í sönnu mentalífi. R. M. ---------o--------- Hvernig færa megi biblíuna sér í nyt. pegar þú átt bágt, þá skaltu lesa Jóh. 14. pegar mennirnir bregðast þér, Sálminn 27. pegar þú hefir fallið í synd, Sálminn 51. pegar þú ert hugsjúkur og kvíðandi, Matt. 6, 19-34 Áður en þú ferð í kirkju, Sálminn 84.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.