Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1920, Qupperneq 30

Sameiningin - 01.06.1920, Qupperneq 30
190 1. Hve lengi var Davíð í útlegðinni? Sjö ár. 2. Hver urðu afdrif Sáls og Jónatans? peir biðu ósigur í ófriði við Filista. Jónatan féll í bardaganum og Sál réð sér bana. 3. Yar Davíð tekinn til konungs yfir öllu landinu undir eins? Nei, ísrael (>. e. ættkvíslirnar í norðurhluta landsins) tók Isboset, son Sáls, til konungs yfir sig, en Davíð var tekinn til konungs yfir Júda. 4. Hvað varð um Isboset? Hann var myrtur. 5. Hvernig reyndist Davíð ættmönnum Sáls? Hann reyndist þeim vel. Harmaði Sál og Jónatan, lét taka morð- ingja Isbosets af lífi, og tók að sér son Jónatans, fatlaðan mann. 6. Með hverjum hætti varð Davíð konungur yfir Israel? ísraels- menn kusu hann til konungs yfir sig, nokkru eftir dauða Isbo- sts. 7. Hve lengi ríkti Davíð yfir Júda einum? Sjö ár og sex máuði. 8. Hve lengi ríkti hann yfir öllu landinu? prjátíu og þrjú ár. 9. Hvað getum við lært af þessari lexíu? a. Davíð spurði Guð ráða, áður en hann fór heim til Júda-héraðs. (Hann átti heima í Filista-landi, þegar Sál féll.). Vér eigum aldrei að gjöra neitt, sem miklu varðar, án þess að leita fyrst ráða hjá Drotni. b. Davíð var hafinn frá smalamensku til konungstign- ar, af því að hann leitaðist við að gjöra Guðs vilja. Vegurinn, sem hann varð að ganga, var oft þröngur og grýttur, en hann lá til konungstignar. pröngi vegurinn, sem Jesús býður okkur að ganga, er studum erviður—en hann er gæfuvegur; því meg- um við ekki gleyma. c. Konungar í fornöld voru vanir að taka af lífi öll skyldmenni keppinauta sinna, til þess að gjöra sjálfa sig fastari í sessi. Davíð fórst öðru vísi við ættmenn Sáls, og varð vinsæll konungur og ríkti lengi. pað er heimska að hugsa sér, að eigingirni og harka sé gæfuvegur. d. Davíð brauzt ekki til valda, en þó varð hann konungur á endanum, af því Guð hafði valið hann. Sá sem hefir Guð með sér, þarf ekki að trana sér fram með ofbeldi. V. LEXIA. — 1. ÁGÚST. Davíð flytur örkina til Jerúsalem 2. Sam. 16, 11-19; Sálm. 24, 7-10. Minnistexti: Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð, í forgarða hans með lofsöng—Sálm. 100, 4. 1. Hvernig farnaðist Davíð, eftir að hann varð konungur? Guð var með honum og veitti honum sigur yfir óvinum ísraels. 2. Hvaða borg tók hann frá heiðnum mönnum? Borgina Jerú- salem, nálægt landamærum Júda og Benjamíns. 3. Hvað gjörði hann eftir að sú borg var unnin? Settist þar að, víggirti borgina, reisti sér þar höll og flutti sáttmálsörk Drottins þang- að. 4. Hvar hafði örkin verið? Hún' hafði verið geymd í nokkra mánuði í Bet-Semes, eftir að Filistar skiluðu henni aftur. (Sjá vi. og vii. lexíu síðasta ársfjórðungs). Síðan var

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.