Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 3
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gnfið út af hinu ev. lút. kirkjufdagi Isl. i Vestrheim % 32. ÁRG. WINNIPEG, FEBRÚAR 1918 NR. 12 Fastan byrjuð, Jóh. 12, 27-32. Fastan er byrjuð. Jesús er lagður á stað til Golgata. Vér erum farnir að syngja: “Krossferli að fylgja þín- um”. Við ætti, ef unt væri, að allar stundaklukkur liættu að ganga, tíminn staðnæmdist, alt stæði kyrt á meðan frelsarinn færir fórnina á krossinum. Nú ætti Angelus klukkan að liringja og allir kristnir menn nema staðar, þar sem ]>eir eru staddir við störf sín og umsvif lífsins, beygja höfuð í lotningu (eins og sýnt er á myndinni fögru), nú þegar sonur Guðs vígir sig til krossins og kvalanna fyrir oss og sýnir oss, hve himnesk elskan er lieit og náðiu Drottins dásamleg. Versin. úr 12. kap. Jóh. guðspjalls, sem vísað er til uppi yfir grein þessari, ei*u viðeigandi upphafs orð föstu- hugleiðinga vorra. Þau faila af vörurn Drottins, þegar ha'nn er að leggja á stað út á krossveginn. Hann veit þá hvar komið er, og hann veit þá hvert stefnir. Fram und- an er nú þrautin og krossinn. Alira fyrst er þá sem þungt andvarp stigi frá brjósti lians, er hann liugsar um það, sem liggur fyrir lionum. “Nú er sál mín skelfd, og hvað á eg að segjaf Faðir frelsa þú mig frá þessari stundu”. Hve vel þar sannast á honum ummæli þau, er postuli lians hafði um liann síðar: “Vér höfum ekki þann a>ðsta prest, er ekki kunni að sampínast veikleika vorum”. Af þessum andvarpsorðum hans lærmn vér það, að hann var að mannlegu eðli veikur eins og vér.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.