Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1918, Page 6

Sameiningin - 01.02.1918, Page 6
356 Tpegar þeir enn á ný eru komnir inn í mannkynssöguna, í at- burðum þeim, sem nú eru að gjörast. Vil eg því segja lítið eitt frá sögustöðvunum tveim, sem mönunm hefir orðið tíð- ræddast um í sambandi við sigurfréttimar að austan. pað eru bæimir Betlehem og Jerúsalem. • Nafnið Betlehem þýðir: “brauðs-hús”. Bærinn er í fimm mílna fjarlægð frá Jerúsalem til suðvesiturs, í frjó- samasta hlutanum af f jalllendi Júdeu. Hann er fremur kyr- látt og hógvært sveitaþorp og kom Mtt við sikráðar sögur framan af öldum. Rakel mun hafa verið jörðuð þar í grendinni; þó er það ekki víst, hvort átt er við þetta þorp. þar sem getið er um Betlehem í fyrstu sjö bókum ritning- arinnar. Fleiri bæir hétu víst sama nafni. pað er fyrst í Rutarbók, að bærinn, sem hér er um að ræða, kemur áreið- anlega til sögunnar. Sú bók er eins og nokkurs konar inn- gangur þeirra helgu minninga, sem tengdar hafa verið við hann í hugum manna. Bærinn öðlaðist ódauðlega frægð sem fæðingarþorp og æskuheimkynni Davíðs konungs; frá þeim tíma hefir hann aldrei horfið í gleymsku aftur. Reha- beam konungur, sonur Salómons, víggirti Bethlehem. Gyð- ingahópurinn, sem á dögum herleiðingarinnar flýði til Egyptalands, leitaði sér hæhs þar í grend á flóttanum; og eftir heimförina frá Babylon var bærinn bygður upp aftur af mönnum, sem ættaðir voru úr því nágrenni. Mestum frægðarljóma hefir þó Messíasartrúin, bæði með Gyðingum og kristnum mönnum, varpað yfir þennan forna söguistað. Gyðingar trúðu því, að hinn fyrirheitni Messías mundi koma þaðan. Sú von var bygð á orðum Míka spámanns (5, 2), og þau orð rættust bókstaflega, eins og öllum kristnum mönnum er kunnugt, þegar bamið Jesús fæddist þar á dögum Ágústusar'keisara. Frá þeim tíma hefir staðurinn notið djúprar lotningar og elsku í brjóstum allra lýða, sem bera kristið nafn, og hafa þeir reynt frá elztu tíðum að sýna vott þeirra tilfinninga í verkinu. Gamlar sagnir segja, að jatan, sem barnið heilaga var lagt í, hafi verið í helli einum nálægt gistihúsinu þar í Betlehem; og er það alls ekki ólíklegt, því að í kalksteina- klettunum þar í fjalllendi Júdeu eru hellar all-víða, sem notaðir hafa verið til skýMs fyrir kvikfénað bæði að fornu og nýju. Sagt er að Konstantínus mikM, sá er fyrstur leiddi kristni í lög í rómverska ríkinu, hafi reist fyrstu kirkjuna í Betlehem, og hafi hún staðið yfir hellinum, þar sem Kristur fæddist. Jústiníanus keisari lét gjöra við veggina kring

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.