Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 27
377 Sp. Þá stendur þar enn: “Hví skyldi Gu8 reiöast þinni raust og bánnfæra verk þinna handa?" Hvert er hiö réttasta svar viö þessu ? Sv. Þetta er rökstuöning þeirrar aövörunar, sem á undan er komin og þegar hefir v'eriö skýrð hér að ofan. Hér stendur í nýju þýöingunni: “Hvers vegna á Guð að reiðast tali þínu og skamma verk handa þinna ?” Með öðrum oröum: “Hvi viltu með slíku háttalagi baka þér reiði Guðs og hegningu ?” Það er í garnla testa- mentinu talin hin mesta náð, ef verk manna hepnast, en aftur á móti hin stærsta hegning og ógæfa, ef þau mishepnast. ("Sbr. Sálm. 1, 3: 90, 17). Sp. Þá vil eg biðja um skýringar á nokkrum orðum í bréfi Páls til Efesusmanna. í fjórða kapítula þess bréfs, tuttugasta og sjötta versi, standa þessi orð: “Reiðist, en syndgið ekki, sólin gangi ekki undir yfir yðar reiði”. Hvaða tegund sólar er hér átt við? Sv. Auðvitað sólina á himnum, hina sýnilegu. Eg sé hér enga ástæðu til að leggja óeiginlega merkingu í það orð. Málsgrein þessi er svona í nýju þýðingunni: “Ef þér reiðist, þá syndgið ekki; sólin má ekki setjast yfir reiði yðar”. Til er réttlát reiði, heilög þykkjutilfinning út af óguðleik og ranglæti. En reiðin verður að synd um leið og heift eða biturleikur blandast þar saman við; og einkum er þykkjan hættuleg ef hún er langrækin. Fyrir því ráð- leggur postulinn öllum mönnum að geyma ekkert þykkjuefni lengur í huga sínum en til sólseturs. Sp. Þá er 27. versið: “Og gefið ekki Djöflinum rúm”. Hvað þýðir það, að gefa Djöflinum rúm? Sv. 1 nýju þýðingunni stendur: ‘‘Gefið djöflinum ekkert færi”. Menn gefa freistaranum höggstað á sér eða færi, þegar þeir reyna ekki að halda í hemilinn á reiði sinni eða öðruni ástríðum. Sp. Er ekki hver synd, sem vér drýgjum djöfull, og það, þótt hún komi aðeins í hugskot vor? Sv. Öll synd er fjandskapur gegn Guði, en djöful er ekki hægt að nefna hana, nema í óeiginlegri merking. Sp. En er Djöfullinn þó ekki faðir hverrar einustu syndar, sem í hugskoti voru gjörir vart við sig? Sv. Forfaðir, jú. En ef vér hugsum oss, að allar syndahvatir hjá öllum mönnurn sé æfinlega beint frá myrkrahöfðingjanum sjálf- um, þá gjörum vér þann illa anda alstaðar nálægan, eins og Guð. Freistingarnar koma úr þrem áttum: Frá Djöflinum og liði hans fjóh. 13, 27: Ef. 6, 12, nýja þýðingin) ; frá heiminum JEf. 2. 2; Jak. 1, 27), og eigin syndaeðli voru, eða “holdinu” ('Jak. 1, 14). Alt hið illa á auðvitað rót sína að rekja til Djöfulsins — upprunalega — eins fyrir þessu. Sp. Elskar nökkur sá maður Guð og guðsdýrkun, sem ekk: reiðist heitt og sárt í hjarta sínu, ef hann sér eða heyrir helga dóma Drottins smánaða? Sz'. Vafalaust ekki. Það er til réttlát reiði, svo sem áður var sagt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.