Sameiningin - 01.02.1918, Side 21
371
inn á ræðum hans hinum venjulegu, væri fremur annara
vegna en sín sjálfs og um leið, að gefa mönnum lexíu í auð-
mýkt, sem öllum væri svo nauðsynleg.
Framan af prestsskap sínum heyrði Baxter til Biskupa-
kirkjunni ensku. Var honum eitt sinn boðið biskupsem-
bættið í Hereford, en þáði ekki. Var hann óánægður með
ýmislegt, sem sú kirkja áleit gott og gilt og vildi koma á
umbótum. Gat hann samvizku sinnar vegna ekki þegið
biskupsembættið. pað væri yfirlýsing um, að hann gerði
sig ánægðan með ásigkomuilagið eins og það var. Ekkert
slíkt gat komið til mála. Varð þessi neitun Baxters, að
þiggja biskupsembættið, tilefni til ofsókna, sem vöruðu
mestan seinni hluta æfi hans. Var og dregið út úr sumum
ritum hans, að hann væri óvinur ríkiskirkjunnar. Loks var
honum stefnt og hann dæimdur í þunga sekt og langa fang-
elsisvist fyrir illmæli um kirkjuna. Dæmdi dóm þann Sir
George Jeffreys háyfirdómari. pykir isá dómur nú ein með
hinum miestu háðungum í réttarfarssögu Englands. Baxter
sat í fangelsi í átján mánuði. Lét stjómin hann þá lausan
og gaf honum upp sektina. Er fullyrt, að stjórnin hafi gert
það til að ná vinfengi hans og fylgi. Má af því marka, hve
áhrif Baxters hafa verið víðtæk, að stjórnin gerir tilraun
að fá hann á sitt band. úr því áformi varð þó ekki. Baxter
hélt sínu striki, ritaði um þau mál, sem honum sýndist og
á þann hátt, sem saimvizka hans bauð honum, hvort sem það
var að skapi ríkis og kirkju eða ekki.
peir voru samtíðarmenn, Baxter og Oliver Cromwell,
sá er velti Karli konungi fyrsta úr konungstign, og gerðist
einvaldur á Englandi. Baxter og Cromwell voru kunningj-
ar, en aldrei vinir. Báðir voru miklir trúmenn og töldust
báðir til sama flokks, Púrítanflokksins. Alt um það var
fremur fátt með þeim. Cromwell sneyddi hjá að hlýða á
prédikanir Baxters og lét sem sér þætti hann leiðinlega
málskrafsmiki 11. Aftur má ráða af orðum Baxters, að hon-
um þótti Cromwell fremur óþjáll og einþykkur. “pað sem
Cromwell lærir verður að koma frá honum sjálfum”, er haft
eftir honum. Kunningsskapur þessi mun aðallega hafa
verið áður en Cromwell komst til nokkurra valda. Meðan
á styrjöldinni stóð milli Cromwells og konungsvaldsins,
átaldi Baxter báða flokka. Eftir að Cromwell var dauður
(1658) og konungsvaldið endurreist, varð áköf deila um það,
hvemig maður Cromwell hefði verið. Urðu margir til að
dæma hann harðlega, kölluðu hann verið hafa hinn versta
mann. Sérstaklega fékk hann þungan dóm fyrir líflát