Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1909, Side 5

Sameiningin - 01.12.1909, Side 5
307 Ug lialdir þú í raun og veru jól einn dag á ári, hví þá ekki að gjöra það stöðugt ? En þess er enginn kostr, að nokkur maðr fái lialdið jól að eins fyrir sjálfan sig. -------o—----— Eyktamörk mannkynsins. Jóla-hugleiðing eftir séra Iljört J. Leó. 1. Það var myrkr. Frostnæðingr eigingirninnar streymdi út frá sálum mannanna. Hann sveipaði lög og láð. Frá elztu tímum hafði sama farið fram. Sólin skein; mennirnir gjörðu myrkrið að athvarfi sínu. Fuglarnir sungu; kliðr þeirra, friðsæll og fullr unaðar, barst í bylgjum yfir blómskrýdda jörðina; en blómin voru blóði stokkin og bölþrungnir kveinstafir smælingj- anna létu hærra en fuglasöngrinn. Árnar liðu fram um iðgrœn engi og bala; þær urðu hlykkjóttar merkjalínur mannlegs draimbs, — landamerki ríkjanna, er með sverðum voru unnin. Fossarnir stilltu hörpu sína og kváðu sigrljóð um afl drottins og rnátt,— í eyrum inann- anna létu þau sem grimmdarlegt forspil þeirra eigin umbrota. En sólin og stjörnurnar horfðust í augu sam- fara því að líta á mennina og sögðu: „Hvað er maðr- inn, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?“ Það var inyrkr í mannssálunum. Frá elztu tíinum hafði það ráðið þar ríkjum. Afsökun Kains gekk í erfð- ir: liver kynslóð eftir aðra vanrœkti og smáði bróður- skylduna. Menn skiftust í stéttir; þær hötuðust hver við aðra. Sorgarleikr Maríusar og Súllu var að eins veikt sýnishorn hins stœrra harmsöguleiks, sem allr heimrinn tók þátt í. Það var rnyrkt í sálum mannanna. Herteknir menn voru kvaldir; börnin tóku í arf syndir og eymd foreldra sinna. Víkingar hjuggu strandhögg og sakleysið var fótum troðið. Faraó cg Apis dýrkaðir jöfnum höndum. Alexander, refsisvipa Persa, deyr af ofnautn um þrí-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.